fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

19. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

19. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var fimmtudaginn 15. ágúst 2019, kl. 16:00. Fundarstaður var skrifstofa Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær.

Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson, Sveinn Valdimarsson, Gunnar K. Ottósson, Kristinn Benediktsson, Guðmundur Pálsson, Fannar Jónasson, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, Jón Ben Einarsson, Guðmundur Björnsson, Ásgeir Eiríksson, Ingþór Guðmundsson, Georg E. Friðriksson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Ólafur Þór Ólafsson formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna. 

Dagskrá:

  1. Undirritun fundargerðar nr. 18, dags. 21.02.2019.

Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn. Var hún samþykkt samhljóða

2.            Tilnefning í Svæðisskipulag Suðurnesja frá Grindavíkurbæ.
a)
Kosning í embætti.
Málinu frestað til næsta fundar.

3.            Erindi frá Reykjanesbæ v. flugvallar í Hvassahrauni, dags. 06.08.2019.
Umræða fór fram meðal nefndarmanna. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja var sammála um mikilvægi þess fulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum eigi aðkomu að þeirri vinni sem nú fer fram um staðsetningu á nýjum flugvelli.

Svæðisskiplagsnefnd felur formanni og ritara að boða forsvarsmann þeirrar vinnu Eyjólf Árna Rafnsson á fund Svæðisskipulagsnefndar. Jafnframt er formanni og ritara falið að leggja fram tillögu um vinnuferli vegna málsins á næsta fundi nefndarinnar.

4.            Ósk um umsögn um tillögu að breytingum á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024. Afrit af bréfi Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.
Bréf sem ritari sendi fyrir hönd Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja, dags. 29.07.2019 til hagaðila lagt fram.

5.            Umsögn um kerfisáætlun Landsnets 2019-2028 dags. 28.06.2019. Afrit af bréfi Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.
Bréf sem formaður sendi fyrir hönd Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 28.06.2019 lagt fram.

6.            Tillaga Umhverfisstofnunar að friðlýsingu háhitasvæðis Brennisteinsfjalla. https://www.ust.is/nattura/atak-i-fridlysingum/fridlysingar-i-vinnslu/rammaaaetlun/brennisteinsfjoll/
Auglýsing frá Umhverfisstofnun dags. 29.07.2019 lögð fram.

7.            Stækkun Keflavíkurflugvallar – ákvörðun um matsáætlun. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 03.07.2019.
Lagt fram.

8.            Tillaga að deiliskipulagi öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli. Tölvupóstur frá Landhelgisgæslu Íslands, dags. 20. júní 2019.
Svæðisskipulagsnefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu Landhelgisgæslu Íslands og telur að hún falli að svæðisskipulagi Suðurnesja.

9.            Bréf frá Sveitarfélaginu Vogum dags 29.05.2019. Kynning tillagna að skipulagsbreytingum.
Svæðisskipulagsnefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu Sveitarfélagsins Voga og telur að hún falli að svæðisskipulagi Suðurnesja.

10.          Önnur mál.
a) Fjárhagsáætlun 2020.
Formanni og ritara falið að taka saman upplýsingar um áætlaðan kostnað næsta árs vegna Svæðisskipulag Suðurnesja, þar sem vinna við fjárhagsáætlun sveitarfélaganna er farin af stað. Ljóst er að kostnaður verður umfram reglubundinn kostnað vegna endurskoðunar á Svæðisskipulaginu sem og vegna vinnu við að kortleggja hver áhrif á Suðurnesjum verða, komi til að annar flugvöllur verði byggður upp í Hvassahrauni.

b) Hjólreiðastígar.
GHS sagði frá uppbyggingu hjólreiðastíga í RNB og samstarfi við Sveitarfélagið Voga. Nefndarmenn voru sammála um að Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesjum þyrfti að móta sér sameiginlega stefnu í uppbygginu hjólreiðastíga á Reykjanesi. GHS og ÁE falið að vinna drög að bókun vegna þessa fyrir næsta fund nefndarinnar.

Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:00.