fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

2. Fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

2. fundur svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem var haldinn fimmtudaginn 5. febrúar 2015, kl. 17:00.  Fundurinn var haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson, Magnús Stefánsson, Kjartan Már Kjartansson, Guðmundur Björnsson, Sveinn Valdimarsson, Anna Margrét Tómasdóttir, Einar Jón Pálsson, Marta Sigurðardóttir, Daði Bergþórsson, Guðmundur Pálsson , Áshildur Linnet, Guðlaugur Sigurjónsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gestir undir 2. og 3. lið voru 10 alls en fundurinn var opinn sveitarstjórnarmönnum og starfsmönnum sveitarfélaganna.

Dagskrá:
1. Undirritun fundargerðar frá 13. nóvember 2014. 

Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn.  Var hún samþykkt samhljóða.

2. Kynning á Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Einar Jónsson og Hafdís Hafliðadóttir kynntu Landsskipulagsstefnuna og vinnuna í kringum hana.  Jafnframt var fyrirspurnum úr sal svarað.  Frestur til að koma með athugasemdir um Landsskipulagsstefnuna rennur út 13. febrúar 2015.

3. Kynning á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024.
Guðlaugur Sigurjónsson, Róbert Ragnarsson og Ólafur Þór Ólafsson kynntu Svæðisskipulagið fyrir fundarmönnum.  Fyrirspurnir bárust utan úr sal m.a. um vatnsverndarsvæði, skipulag flugvallarsvæðis og sameiginleg atvinnusvæði.

4. Tillaga að breytingu á aðalsskipulagi sveitarfélagsins Voga 2008-2028, bréf dags. 26.01.15.
Svæðisskipulagsnefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu sveitarfélagsins Voga og telur að hún falli að svæðisskipulagi Suðurnesja.

5. Önnur mál.
Endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja.
Formanni nefndarinnar falið að senda erindi til allra hlutaðeigandi og óska eftir upplýsingum um það hvort einhverjar breytingar séu fyrirhugaðar í skipulagsmálum sem þeir telja að gæti kallað á að Svæðisskipulagið 2008-2024 verði endurskoðað.
Óskað er eftir því að svör þar af lútandi berist nefndinni fyrir 10.mars 2015.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15