fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

686. fundur S.S.S 18.Febrúar 2015

Árið 2015, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 18. febrúar, kl. 08.00 á skrifstofu S.S.S. Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mættir eru:  Gunnar Þórarinsson, Einar Jón Pálsson, Guðmundur L. Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:
1. Bréf frá Sveitarf.Garði v/fundargerðar nr.  95. Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum, vöntun á hjúkrunarrýmum.
Stjórn S.S.S. lýsir áhyggjum af þeim biðlistum sem hér hafa myndast hér á Suðurnesjum eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraðra. 

2. Niðurlagning Héraðsnefndar Suðurnesja.
a. Bréf dags.28.01.2015 frá sveitarfélaginu Vogum.
b. Bréf dags. 31.10.2014 frá Reykjanesbæ.
c. Bréf dags. 19.12.2014 frá Grindavíkurbæ.
d. Bréf dags. 11.11.2014 frá Sandgerðisbæ.
e. Bréf dags. 30.10.2014 frá sveitarfélaginu Garði.

Sveitarstjórnir allra aðildarsveitarfélaga hafa samþykkt að hætta starfsemi héraðsnefndar. Með vísan til  þess skal stjórn S.S.S. skipa slitastjórn í samræmi við ákvæði 5. mgr. 95. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Samþykkt er að stjórn S.S.S. gegni hlutverki slitastjórnarinnar.

3. Fjárhagsáætlun 2015 – afgreiðslur sveitastjórna.
a. Bréf dags. 27.01.2015 frá sveitarfélaginu Garði.
b. Tölvupóstur dags. 27.01.2015 frá Grindavíkurbæ
c. Bréf dags. 02.01.2015 frá Reykjanesbæ.
d. Bréf dags. 18.12.2015 frá sveitarfélaginu Vogum.
e. Bréf dags. 04.12.2014 frá Sandgerðisbæ.
Fjárhagsáætlun S.S.S. hefur verðið samþykkt í öllum sveitarfélögin og hefur tekið gildi.

4. Vetrarfundur SSS 2015.
a. Tölvupóstur dags. 04.02.2015 frá Grindavíkurbæ.
b. Tölvupóstur dags. 11.02.2015 frá Sandgerðisbæ.
c. Bréf dags. 12.02.2015 frá sveitarfélaginu Garði.

Stjórn S.S.S. leggur til að Vetrarfundur S.S.S. verði haldinn föstudaginn 27. mars, kl. 15:00.  Á dagskrá verða eftirfarandi :
1. Atvinnumál.
2. Öldrunarmál.
Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna að undirbúningi fundarins.

5. Afrit af bréfi dags. 16.01.2015, v. Riftunar á leigusamningi.
Lagt fram.

6. Samningur um sóknaráætlun Suðurnesja 2015-2019.
a. Drög að verklagsreglum.

Til sóknaráætlunar Suðurnesja renna kr. 75.802.484 á ári með fyrirvara um samþykki fjárlaga.  Samningurinn gildir til ársloka 2019.  Stjórn S.S.S. óskar eftir samantekt frá verkefnastjóra Menningar- og Vaxtarsamning á breytingum á nýrri og eldri verklagsreglum fyrir næsta stjórnarfund sem haldinn verður 18.mars.

7. Tölvupóstur dags. 10.02.2015 frá Ólafi Þ. Ólafssyni f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja, v. tilnefningar í stjórn.
Frestað til næsta fundar.

8. Tölvupóstur dags. 26.01.2015 frá nefndarsviði Alþingis vegna umsagnar um  þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 244.mál. Þingskjal er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0110.html
Lagt fram.

9. Tölvupóstur dags. 09.02.2015 frá nefndarsviði Alþingis vegna umsagnar um frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, 427.mál. Þingskjal er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0649.htm
Lagt fram.

10. Tölvupóstur dags. 06.02.2015 frá nefndarsviði Alþingis vegna umsagnar um frumvarp til laga um fjárfestingarsamninga við Thorsil ehf. um kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ, 420.mál. Þingskjal er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0628.html
Lagt fram.

11. Tölvupóstur dags. 06.02.2015 frá nefndarsviði Alþingis vegna umsagnar um frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455.mál. Þingskjal er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0699.htm
Lagt fram.

12. Önnur mál.
Breytingar á verðskrá Strætó b.s. –
Með vísan í 5.gr. samnings milli Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Strætó b.s., fer stjórn S.S.S. fram á að yfirhugðuð hækkun á gjaldskrá sem boðuð er hjá Strætó b.s. þann 1.mars. verði frestað til 15.ágúst 2015 á akstursvæði Suðurnesja.  Stjórn S.S.S. telur að ekki sé tímabært að hækka verðskránna aðeins 2 mánuðum eftir að akstur hófst. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00.