fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

24. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

24. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var fimmtudaginn 28. janúar 2021, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fjarfundarkerfinu Teams.

Mætt eru: Guðmundur Pálsson, Fannar Jónasson, Sveinn Valdimarsson, Magnús Stefánsson, Kristinn Benediktsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson, Lilja Sigmarsdóttir, Sveinn Valdimarsson, Ingþór Guðmundsson, Laufey Erlendsdóttir, Gunnar K. Ottósson, Jón Ben Einarsson, Guðmundur Björnsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Áshildur Linnet boðaði forföll.

Guðmundur Pálsson varaformaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna. 

Dagskrá:

  1. Endurskoðun deiliskipulags á Reykjanesi, beiðni um umsögn – Grindavíkurbær.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemd við skipulaglýsinguna.

  • Tölvupóstur frá Sveitarfélaginu Vogum, dags. 30.10.2020 – Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag.

Málinu frestað að tillögu fulltrúa Sveitarfélagsins Voga.

  • Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 15.10.2020. Staðfesting á breytingu á svæðisskipulagi Suðurnesja vegna vatnsverndar og flugbrautarkerfis á Keflavíkurflugvelli.

Skipulagsstofnun staðfesti 15. október breytingu á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 sem samþykkt var í svæðisskipulagsnefnd 5. desember 2019.

Í breytingunni felst ný afmörkun vatnsverndarsvæðis sunnan Fitja í Reykjanesbæ og Sveitarfélaginu Vogum og breyting á flugbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar ásamt hindrunarflötum flugbrauta.

Málsmeðferð var samkvæmt 27.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing í B-deild Stjórnartíðinda birtist 2.11.2020.

  • Afgreiðsla lýsingu á Svæðisskipulagi Suðurnesja. – Stefán Gunnar Thors, VSÓ.

Lögð fram drög, dags. janúar 2021. Áherslan er á afmörkuð viðfangsefni sem taka til stefnu um íbúðabyggð, atvinnu, auðlinda, náttúruvá og loftslagsmál.

Drög uppfærð í samræmi við umræðu á fundinum. Fulltrúar senda inn frekari athugasemdir fyrir næsta fund nefndarinnar.

  • Önnur mál.
    Fundargerðin send út til yfirlestrar og samþykkt með tölvupósti.
    Guðmundur Björnsson tók upp að skipulagsreglur Keflavíkurflugvallar hafi tekið gildi.

Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:35.