fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

764. stjórnarfundur SSS 16.desember 2020

Árið 2020, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 16. desember, kl. 8:00 í fundarkerfinu Teams.

Mætt eru: Jóhann Friðrik Friðriksson, Laufey Erlendsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Ingþór Guðmundsson boðaði forföll.

Jóhann Friðrik Friðriksson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

Dagskrá:

 1. Samstarfssamningur um stofnun áfangastaðastofu á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Stjórn S.S.S. fagnar endurbættum samningi um rekstur áfangastofu á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Í nýjum samningi hefur hlutverk áfangastofu verið skilgreint betur, sem og að fyrir liggja tillögur að jafnari skiptingu fjármuna. Gert er ráð fyrir því að áfangastofan verði rekin eftir grundvallar hugmyndafræði um samstarf opinberra- og einkaaðila (public-private partnership). Stjórn S.S.S. samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.
 2. Minnisblað um Áfangastaðastofuna Reykjaness. Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að vinna nánari útfærslu á skipulagi fyrir áfangastofu í samræmi við umræður stjórnar á fundinum og leggja fyrir stjórn á næsta fundi.
 3. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 9. desember 2020. Umsókn um styrk á grundvelli aðgerðar c.1. stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2020.Sótt var um styrk á grundvelli aðgerðar C.1. í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Alls bárust 28 umsóknir en 9 verkefni fengu styrk að þessu sinni. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fékk styrk að upphæð kr. 8 mkr. vegna verkefnisins Skipaþjónustuklasi á Suðurnesjum.
 4. Kynningarglærur um fjármögnun sameiginlegra stafrænna verkefna. Lagt fyrir stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 18. nóvember 2020. Stjórn S.S.S. tekur undir tillögu er fram koma í kynningarglærunum um stofnun starfræns landshlutaráðs fyrir Suðurnes en í tillögunni er lagt til að  framkvæmdastjórar sveitarfélaganna og sérfræðingar þeirra í starfrænni umbreytingu ættu sæti í landshlutaráði. Markmið með slíku landshlutaráði væri að styrkja miðlun og deilingu þekkingar í samvinnu sveitarfélaga í stafrænni þróun. Stjórn S.S.S. óskar eftir tilnefningum frá sveitarfélögum í stafrænt ráð landshlutans.
 5. Umsögn landshlutasamtakanna um drög að frumvarpi til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgöngu, fjarskipta og byggðamála. Dags. 4. desember 2020. Lagt fram.
 6. Fundargerð Heklunnar og Markaðsstofu Reykjaness nr. 80, dags. 2 október 2020. Lagt fram.
 7. Fundargerð Byggðamálaráðs nr. 10, dags. 5. nóvember 2020. Lagt fram.
 8. Fundargerð Þekkingarseturs Suðurnesja nr. 36, dags. 3. desember 2020. Lagt fram.
 9. Tilnefning í stjórn Fluglestarinnar. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum tilnefnir framkvæmdastjóra S.S.S. Berglindi Kristinsdóttur sem sinn fulltrúa í stjórn.
 10. Boðun á hluthafafund Keilis. Stjórn S.S.S. tilnefnir Einar Jón Pálsson sem sinn fulltrúa á hluthafafundi Keilis.
 11. Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja 2021. Stjórn S.S.S. samþykkir tillögur stjórnar Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja. Lagt er til að 22 menningarverkefni og 17 verkefni sem tilheyra atvinnu- og nýsköpun hljóti styrk að þessu sinni. Alls var sótt um styrk til 72 verkefna að upphæð rúmlega 193 mkr. en að þessu sinni var úthlutað styrkjum að upphæð kr. 45,6 mkr. Stjórn S.S.S. óskar styrkhöfum til hamingju.
 12. Fjárlagafrumvarp 2021. Í fjárlagafrumvarpi 2021 m.a. er samþykkt að veita 350 mkr. í hafnarframkvæmdir í Njarðvíkurhöfn, 330 mkr. í Menntanet á Suðurnesjum, 200 mkr. til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem og að bæta 100 mkr. inn í Sóknaráætlanir landshlutasamtakanna. Stjórn S.S.S. fagnar samþykktu frumvarp og er ánægjulegt að sjá að komið sé til móts við áherslur stjórnar Sambands sveitarfélags Suðurnesja sem lagðar voru fram á fundi stjórnar S.S.S. og Fjárlaganefndar Alþingi Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:25.