fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

27. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

27. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var fimmtudaginn 13. janúar 2022, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fjarfundarkerfinu TEAMS.

Mætt eru: Kjartan Már Kjartansson, Sveinn Valdimarsson, Ásgeir Eiríksson, Áshildur Linnet, Fannar Jónasson, Guðlaugur H. Sigurjónsson, Guðmundur Björnsson, Jón B. Guðnason, Jón B. Einarsson, Laufey Erlendsson, Lilja Sigmarsdóttir, Magnús Stefánsson, Sveinn Valdimarsson, Guðmundur Pálsson, Gunnar Kristinn Ottósson, Kristinn Benediksson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Áshildur Linnet formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

Stefán G. Thors fór yfir tillögu að verklagi og viðfangsefnin sem eru framundan.

ViðfangsefniÁherslur
Íbúaþróun*Ákvörðun um hvort setja eigi fram stefnu um íbúðabyggð s.s. um framboð, tegund húsnæðis og tímabundnar lausnir.
AtvinnaFarið yfir framfylgd stefnu um sameiginleg atvinnusvæði. Metin þörf á breytingum á afmörkun svæða og stefnu um starfsemi á hverju þeirra.
AuðlindirLeggja til varavatnsból á Suðurnesjum ásamt því að fara yfir afmörkun vatnsbóla og vatnsverndarsvæða. Unnið að stefnu um aðra orkuvinnslu en jarðvarma, s.s. vindorku og virkjun sjávarfalla.
Veitur og
samgöngur
Stefna um vistvænar samgöngur á Suðurnesjum, sem taka m.a. til orkuskipta og breyttra ferðavenja. Stefna um megin legu innviða s.s. stofnlagna / raflína
SamfélagUnnið með fyrirliggjandi greiningar á náttúru- og veðurvá til að stuðla að öruggi íbúa og atvinnulífs.
Loftslagsmál*Mótuð loftslagsstefna fyrir Suðurnesin og helstu aðgerðir, þ.m.t. til kolefnisbindingar og samgangna.

Lagt er til að fundað verði alls í 6 skipti fram í apríl 2022. Á hverjum fundi verði tekið fyrir 2 viðfangsefni.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja samþykkir tillögu að verklagi og viðfangsefnin.

Umsagnir:

  1. Sveitarfélagið Ölfus gerir engar athugasemdir við verklagið. Jafnframt barst umsögn frá Landvernd. Ábendingarnar eru samhljóma vinnu Svæðisskipulagsnefndarinnar og verður tekið tillit til þeirra í endurskoðuninni.

Ásgeir Eiríksson fylgdi málinu eftir og upplýsti nefndarmenn um í hvaða ferli málið er. Málið var rætt í nefndinni og verður fjallað um það í Svæðisskipulagsnefndinni þegar það kemur í formlegt umsagnarferli.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemd við breytingu á deiliskipulagi á iðnaðarorkusvæði á Reykjanesi.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemd við breytingu á deiliskipulagi á iðnaðarorkusvæði á Reykjanesi.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemd við breytingar á aðalskipulagi.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemd við breytingar á aðalskipulagi.

Erindi frá Landsneti er barst 12.01.2022 til Reykjanesbæjar en þar er þess óskað að það verði lagt fram á fundi Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja. Um er að ræða erindi vegna endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélags Voga 2020-2040

Ásgeir Eiríksson fór yfir afstöðu Sveitarfélagsins Voga. Jafnframt fór hann yfir verklagið og hvar málið væri statt en það er í meðferð hjá Skipulagsstofnun.

Til máls tóku: JBE, GKÓ, FJ, KMK, MG, GP og lýstu yfir áhyggjum af stöðu mála.

Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:25