fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

776. stjórnarfundur SSS 16. febrúar 2022

Árið 2022, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 16. febrúar, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ Mætt eru: Laufey Erlendsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð. Ingþór Guðmundsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

Dagskrá:

  1. Almenningssamgöngur. Dómsmál S.S.S. gegn íslenska ríkinu. Gestur: Unnar S. Bjarndal, lögmaður. Lögmaður S.S.S. fór yfir niðurstöðu dómsmáls nr. 659/2020 en dómur féll þann 11. febrúar 2022. Landsdómur sýknar Íslenskra ríkið af kröfu um skaðabætur vegna missi hagnaðar vegna afturkallaðs einkaleyfis á áætlunarleiðinni Flugstöð Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Dómurinn telur að réttlætanlegt kunni að vera að stefnanda, eins og löggjafanum og Vegagerðinni, hafi í upphafi yfirsést að samkvæmt reglugerð EB. nr. 1370/2007 mætti ekki veita einkaleyfi til almennra farþegaflutning á þeim akstursleiðunum þar sem fyrirtæki á samkeppnismarkaði veita fullnægjandi þjónustu. Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra og lögmanni falið að vinna málið áfram.
  2. Kynning á niðurstöðum könnunar, Reykjanes – ímynd og viðhorf. Gestur: Kristján Hjálmarsson frá H&N. Stjórn S.S.S. þakka fyrir góða og áhugaverða kynningu.
  3. Erindi frá Starfshópi Velferðarnetsins, dags. 7. febrúar. Efni: Beiðni um umsögn um nýsköpunaráætlun. Stjórn S.S.S. þakkar starfshópi Velferðarnetsins fyrir góða og nákvæma áætlun og gerir engar athugasemdir við hana. Tekur jafnframt undir með starfshópnum að samvinna samstarfsaðila skapi tækifæri til framþróunar í velferðarþjónustu á Suðurnesjum.
  4. Erindi frá Umboðsmanni barna, dags. 28. janúar. Efni: Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og réttur barna til þátttöku og áhrifa. Lagt fram. Stjórn S.S.S. tekur undir sjónarmið Umboðsmanns barna enda eru ungmennaráð starfandi í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum.
  5. Tölvupóstur frá Hildi J. Gísladóttur f.h. Vinnumálastofnunnar, dags. 24. janúar. Efni: Beiðni um aukna samvinnu vegna atvinnuleitenda með skerta starfsgetu. Lagt fram. Stjórn S.S.S. hvetur aðildarsveitarfélög sín til að skoða hvort þau geti aukið samvinnu við Vinnumálastofnun vegna atvinnuleitenda með skerta stafsgetu. Framkvæmdastjóra falið að áframsenda erindið til aðildarsveitarfélaga.
  6. Sóknaráætlanir landshluta – minnisblað dags. 13. janúar. Í minnisblaði dags. 13. janúar 2022 kemur fram að framlög til Suðurnesja hafa verið hækkuð um 16,1% á milli áranna 2021 og 2022. Heildarframlag verður því kr. 96.761.614,- og hækkun í krónum talið upp á kr. 13.404.955,-.  Framkvæmdastjóra falið að uppfæra verkefni skv. hækkun.
  7. Starfrænt ráð sveitarfélaganna. Kynningarglærur: Horft til baka og framtíðin. Lagt fram til kynningar. Gert er ráð fyrir að mótuð verði stafræn stefna á næsta Landsþingi Sambands íslenska sveitarfélaga og því er mikilvægt að kjörnir fulltrúar kynni sér gögnin vel.
  8. Beiðni um umsagnir frá Nefndarsviði Alþingis. a. Frumvarp til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2, 11. mál. Slóð á þingskjal https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0011.pdf Lagt fram. b. Þingsályktun um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar, 197.mál. Slóð á þingskjal https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0206.pdf Lagt fram. c. Þingsályktun um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis, 93.mál. Slóð á þingskjal https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0093.pdf Lagt fram. d. Frumvarp til laga um búvörulög og búnaðarlög, 118.mál. Slóð á þingskjal https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0118.pdf. Lagt fram. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10.