fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

346. fundur S.S.S. 20. desember 1993

Árið 1993 er fundur haldinn í stjórn Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 20. desember 13.00.

Mætt eru:  Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Margrét Gunnarsdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Kristján Pálsson, Björgvin Lúthersson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkvæmdastj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

Málefni A.S. og F.S.S.

Vegna alvarlegs atvinnuástands sem verið hefur á Suðurnesjum telur stjórn S.S.S. nauðsynlegt að treysta betur samstarf á milli Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.   Atvinuþróunarfélags Suðurnesja h.f. og Ferðamálasamtaka Suðurnesja.

Vegna þessa voru lögð fram drög að samkomulagi frá starfshóp stjórnar S.S.S. um A.S. og F.S.S.

Drögin voru samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum og formanni falið að undirrita drögin.

Stjórn S.S.S. samþykkir samhljóða að óska eftir við stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja h.f. að hún tryggi að starfsemi félagsins haldi áfram þar til endurskipulagning á rekstri félagsins hefur farið fram sem lokið verði eigi síðar en 1. mars 1994.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.05.