fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

347. fundur S.S.S. 6. janúar 1994

Árið 1994, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 6. janúar, kl. 13.00
Mætt eru:  Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Margrét Gunnarsdóttir, Kristján Pálsson, Björgvin Lúthersson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj., Sigurður Valur Ásbjarnarson og Jóhanna M.  Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð B.S. frá 15/12 1993.  Lögð fram.

2. Fundargerð Launanefndar S.S.S. frá 30/12 1993,  samþykkt.

3. Fundargerð H.E.S. frá 15/12 1993.  Lögð fram.

4. Fundargerð S.S. frá 21/12 1993.  Lögð fram.

5. Fundargerð Öldrunarnefndar Suðurnesja frá 14/12 1993.  Lögð fram.

6. Bréf dags. 8/12 1993 frá Jónasi Egilssyni framkv.stj.  SSH ásamt ályktun frá síðasta aðalfundi SSH.  Í ályktuninni er lagt til að fela stjórn SSH að fara fram á formlegt samstarf með öðrum landshlutasamtökum á Suðurlandi sem miðar að því að efla umræðu um hagsmuni þessa landshluta.   Samstarf þetta taki til þátta eins og samgöngumála, útivistar- og ferðamála og umhverfismála.

7. Erindi frá Jóni G. Gunnlaugssyni.  Kynning á sædýrasafni í Höfnum (framh).  Sigurður Valur Ásbjarnarson lagði fram álitsgerð sem unnin var af honum og Jóni G. Gunnlaugssyni einnig afrit af bréfi frá Jóni G. Gunnlaugssyni.  Erindinu vísað til Fjárhagsnefndar S.S.S.

8. Bréf dags. 17/12 1993 frá Kristjáni Pálssyni bæjarstjóra.  Bréfið afgreitt undir 7. lið.

9. Drög að umsögn um frumvarp til laga um vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.  Kristján Pálsson lagði fram drög að umsögn.  Stjórnin samþykkir drögin.

10. Bréf dags. 21/12 1993 frá Kristbirni Albertssyni form. FSS varðandi samkomulag S.S.S., F.S.S. og A.S.  Lagt fram.

11. Bréf dags. 7/12 1993 frá Ástu Kristjánsdóttur og Ingibjörgu Hafstað verkefnastjórum í fræðslumálum nýbúa.  Erindinu vísað til sveitarstjórnanna.

12. Bréf dags. 10/12 1993 frá Guðmundi Björnssyni ásamt gögnum um landupplýsingakerfi Suðurnesja.  Lagt fram til kynningar.

13. Óskar Guðjónsson og Jósep Borgarson fulltrúar S.F.S.B. komu á fundinn vegna 8. máls 345. fundar.                                                                                                                       
Málið rætt.   Fulltrúar S.F.S.B. lögðu fram ódags. bréf.

14. Sameiginleg mál.
a) Rætt um hugsanlegan möguleika á samræmingu í álagningu gjalda.
b) Rætt um Gjaldheimtu Suðurnesja.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.45.