fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

348. fundur S.S.S. 27. janúar 1994

Árið 1994 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 27. janúar kl. 15.00.

Mætt eru:  Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Margrét Gunnarsdóttir, Ólafur Gunnlaugsson, Stefán Jónsson, Björgvin Lúthersson, Jóhanna Reynisdóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Skoðun á þjónustuíbúðum fyrir aldraðra að Suðurgötu 17-21, Sandgerði. 
Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri sýndi fundarmönnum bygginguna.

2. Fundargerð D.S. frá 6/12 1993,  Lögð fram.                                                          
Samþykkt, varðandi 3. lið, að afla frekari upplýsinga.

3. Fundargerð Akstursnefndar fyrir fatlaða frá 13/1 1994.  Samþykkt.

4. Fundargerð launanefndar S.S.S. frá 20/1 1994.  Lögð fram og samþykkt.              
Bjarni Andrésson, Kristbjörn Albertsson fulltrúar úr Launanefnd S.S.S. komu á fundinn.

5. Fundargerð Starfskjaranefndar S.F.S.B. og S.S.S. frá 21/1 1994.  Samþykkt.

6. Bréf dags. 14/1 1994 frá hreppsnefnd Gerðahrepps þar sem hreppsnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög varðandi SSS; AS h.f. og FSS með þeim fyrirvara að skuldir félagsins liggi fyrir og verði þá málið tekið fyrir að nýju.

7. Bréf dags. 19/1 1994 frá bæjarstjórn Njarðvíkur, ásamt bókun.                    
Bæjarstjórn Njarðvíkur samþykkir samkomulagsdrög SSS, AS h.f. og FSS frá 28. des. s.l.  Bæjarstjórn hefur þó fyrirvara á greiðslu skulda AS h.f. samkv. samkomulagsdrögunum þar til þær liggja fyrir.                                                        
Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum gegn einu.

8. Bréf dags. 20/1 1994 frá bæjarstjórn Sandgerðis þar sem bæjarstjórn hefur samþykkt fyrirliggjandi drög varðandi SSS, AS h.f. og FSS með þeim fyrirvara að skuldir félagsins séu uppgefnar og reikningar ársins 1993 liggi fyrir.

9. Bréf dags. 20/1 1994 frá bæjarstjórn Keflavíkur vegna draga að samkomulagi frá starfshóp stjórnar S.S.S. um AS h.f. og FSS.  Erindið er samþykkt.                            

Jóhanna Reynisdóttir vék af fundi.

10. Bréf dags. 7/1 1994 frá Atvinnuátaki kvenna á Suðurnesjum þar sem óskað er eftir því við S.S.S. að stjórnin beiti sér fyrir því að sveitarfélögin leggi til húsnæði til verkefnisins.                                                                                                                   
Erindinu vísað til sveitarstjórnarmanna.  Framkvæmdastjóra falið að kanna aðra þætti í bréfinu.

11 Bréf dags. 17/1 1994 frá menntamálaráðuneytinu varðandi tilnefningu í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja.  Afgreiðslu  frestað.

12. Bréf dags. 19/1 1994 frá Jóhanni Einvarðssyni þar sem tilkynnt er að nafn sjúkrahússins skuli eftirleiðis vera Sjúkrahús Suðurnesja.

13.  A.  Framhald á 13. lið 347. fundar.                                                                        
Stjórn S.S.S. telur ekki eðlilegt að hún afgreiði ódags. erindi S.F.B.S. sem lagt var fram á stjórnarfundi þann 6. jan. 1994.  Stjórnin bendir aftur á móti á stjórn S.F.B.S. á samningsbundinn rétt starfsmanna til að óska eftir endurmati telja þeir sig rangflokkaða í launaflokka.

B.  Kynnt bréf frá Unnari Stefánssyni fulltrúa Sambands Ísl. sveitarfélaga í undirbúningsnefnd norrænu sveitarstjórnarráðstefnunnar 5.-7. júní 1994.  Þar er spurt fyrir um það hvort S.S.S. vilji eiga aðild að ráðstefnunni með þeim hætti að vera gestgjafi í kynnisferð um Reykjanes, til Bláa lónsins og Grindavíkur að kvöldi 6. júní.  Stjórnin tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að kanna málið
      
C. Rætt um fund um atvinnumál sbr. ályktun frá aðalfundi
      
D. Stjórn S.S.S. hefur áhuga fyrir að halda ráðstefnu um æskulýðsmál í samstarfi við menntamálaráðuneytið í haust (sjá fyrri bókanir).  Stjórn S.S.S. felur Fjárhagsnefnd S.S.S. að gera ráð fyrir framlagi á fárhagsáætlun 1994 vegna þessa máls.
Björgvin Lúthersson vék af fundi.
      
E. Stjórn S.S.S. fagnar því að samkomulag náðist milli íslenskra og bandarískra    stjórnvalda um varnir- og öryggismál.  Samningurinn mun auka atvinnuöryggi starfsmanna á Keflavíkurflugvelli á tímabilinu.  Stjórn S.S.S. leggur áherslu á að nú þegar verði hafnar viðræður milli aðila til að fá fram niðurstöðu um hvað taki við að loknu tveggja ára tímabili.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.40.