fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

349. fundur SSS 10. febrúar 1994

 Árið 1994 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 10. febrúar kl. 13.00 að Hafnargötu 57 (Bókasafninu) í  Keflavík.

Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Bjarni Andrésson, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Björgvin Lúthersson, Jóhanna Reynisdóttir, Kristján Pálsson og Guðjón Guðmundsson framkv.stj.

Dagskrá:

Í upphafi fundar skoðuðu fundarmenn Bókasafn Keflavíkur undir leiðsögn Huldu Bjarkar Þorkelsdóttur bókavarðar.

1. Fundargerð D.S. frá 24/1 1994.  Lögð fram.

2. Fundargerð launanefndar frá 26/1 1994. Fundargerðin samþykkt en jafnframt í máli 1 sé gildistími frá s.l. áramótum.  Jafnframt er samþykkur 2. liður 135. fundargerðar Launanefndar S.S.S. sem frestað var 9. des. s.l.

3. Fundargerð stjórnar S.S. frá 20/1 1994. Lögð fram.

4. Bréf dags. 17/1 1994 frá Einari Njálssyni form. Eyþings þar sem boðuð er ráðstefna Eyþings um samgöngumál.  Lagt fram.

5. Bréf dags. í jan. 1994 ásamt dagskrá ráðstefnu um landgræðslu sem haldinn verður á Selfossi 12. febrúar n.k.  Framkvæmdastjóra falið að sækja ráðstefnuna ef tök eru á.

6. Bréf dags. 1/2 1994 frá hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps þar sem kemur fram að hreppsnefnd samþykkir samkomulag milli S.S.S., A.S. og F.S.S.

7. Bréf dags. 7/2 1994 frá bæjarstjóra Grindvíkur þar sem fram kemur að bæjarráð Grindavíkur samþykkir “fyrirliggjandi drög varðandi A.S. h.f. og F.S.S. með þeim fyrirvara að skuldir félaganna liggi fyrir og verði þá málið tekið fyrir að nýju. Bæjarráð gerir auk þess sérstakan fyrirvara við þátttöku í F.S.S. vegna þess að breyting á ferðaþjónustu bæjarins er í athugun.”
Stjórn S.S.S. beinir því til stjórnar F.S.S. að  hún ræði við fulltrúa frá bæjarstjórn Grindavíkur vegna málsins.

8. Tilnefning fulltrúa í skólanefnd F.S. samkvæmt bréfi dags. 17/1 1994 frá menntamálaráðuneytinu sbr. síðasta stjórnarfund. Eftirfarandi bókun var lögð fram.  Stjórn S.S.S.  hefur fjallað um erindi yðar dagsett 17/1 1994 þar sem óskað er eftir tilnefningu í stjórn Fjölbrautaskóla Suðurnesja.  Með bréfi dagsettu 20/9 1990 tilnefndi stjórn S.S.S. fulltrúa í stjórn F.S. til næstu 4ra ára.
Það er skilningur stjórnar S.S.S. að framangreind tilnefning gildi út kjörtímabil sveitarstjórna og verði þá tilnefnt að nýju í skólanefnd F.S.  Stjórn S.S.S. lýsir vilja sínum til að hraða tilnefningunni að afloknum næstu sveitarstjórnarkosningum 28/5 1994.  Bókunin samþykkt samhljóða.

9. Niðurstöður atkvæðagreiðslu um sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafnahrepps.  Farið yfir niðurstöðurnar.

10. Sameiginleg mál.
a)  Ráðstefna um æskulýðsmál.
Stjórn S.S.S. samþykkir að leggja til allt að kr. 300.000.00  á fjárhagsáætlun S.S.S. 1994 vegna væntanlegrar ráðstefnu.  Vænst er mótframlags frá menntamálaráðuneytinu en jafnframt er gert ráð  fyrir  ráðstefnugjöldum.

b)  Málefni A.S. og F.S.S.
Formaður gerði grein fyrir að starfshópurinn hefði sent bréf til
stjórnar A.S. þar sem ítrekað var ósk um að ársreikningar A.S. fyrir árið 1993 og drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 1994 bærist stjórn S.S.S. sem fyrst.  Stjórnin tók undir efni bréfsins.

11. Fríiðnaðarsvæði.
Magnús Norðdal verkefnisstjóri gat ekki komið á fundinn þannig að málinu er frestað.

Í fundarlok var farið og skoðaður unglingastaðurinn Z.

Fleira ekki gert og fundi slitið.