fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

35. Aðalfundur SSS 13. apríl 2012

35. aðalfundur S.S.S. haldinn í Grunnskóla Sandgerðis,
föstudaginn 13.  apríl 2012

Dagskrá:

Föstudagur 13.apríl 2012.

Kl.  15:30  1. Skráning fulltrúa og afhending gagna.

Kl.  16:00  2. Fundarsetning.

   3. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 
Kl.  16:30  4. Kynning á Heklunni og IPA verkefni.

Kl.  16:45  5. Málefni fatlaðs fólks – Notendastýrð persónuleg
    aðstoð.

Kl.  17:30  6. Kaffihlé.

Kl.  17:45  7. Breytingar á samþykktum S.S.S.
   
Kl.  19:00  8. Áætluð fundarslit.

Kl.  19:15 Kvöldverður í boði S.S.S. fyrir fundarmenn á Vitanum, Vitatorgi 7, Sandgerði

Áskilinn er réttur til að víkja frá boðaðri dagskrá.

 

 

 

1. Skráning fulltrúa og afhending gagna.
Á fundinn mættu alls 38 sveitarstjórnarmenn (aðal og varamenn) frá Reykjanesbæ 11, frá Grindavík  6, frá Sandgerði 7, frá Sveitarfélaginu Garði 7, frá Sveitarfélaginu
Vogum 7.
Fundarstjóri tilkynnti að fundurinn væri löglegur og að tilskilin fjöldi sveitarstjórnar-manna væru mættir til að lögmæt kosning gæti farið fram.

Gestir og frummælendur á fundinum  voru:  María Lóa Friðjónsdóttir,  Heklan, Ásmundur Friðriksson,  Garði,  Áslaug Friðriksdóttir,  Reykjavík, Ásgeir Eiríksson, Vogum, Sigrún Árnadóttir,  Sandgerði.

2. Fundarsetning.
Ólafur Þór Ólafsson, formaður S.S.S. setti þennan auka aðalfund og bauð sveitarstjórnarmenn  velkomna til fundarins.

3. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Uppástunga kom um Þjóðbjörgu Gunnarsdóttur og Guðmund Skúlason  sem fundarstjóra og voru þau sjálfkjörin.
Uppástunga kom um Hólmfríði Skarphéðinsdóttur og Guðrúnu Arthúrsdóttur, til vara Magnús Sigfús Magnússon sem fundarritara, voru þau sjálfkjörin. 
Lagt var til að Björk Guðjónsdóttir yrði sett sem skrifari fundarins.

Þjóðbjörg Gunnarsdóttir tók við fundarstjórn. Fundarstjórar stýrðu fundinum til skiptis.

4. Kynning á Heklunni og IPA verkefni.
María Lóa Friðjónsdóttir,  verkefnastjóri Heklunnar kynnti.
Fram kom að Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja Heklan hóf störf í október sl.
Að fjölmörgum verkefnum er unnið m.a. eru bæði Vaxtarsamningur Suðurnesja og Menningarsamningur Suðurnesja hýstir hjá Heklunni.  Handleiðsluviðtöl frá því að starfsemi Heklunar hófst eru 300-350 talsins auk viðtala vegna Vaxtar- og Menningarsamninga.
Gerð var grein fyrir stöðu IPA verkefnisins. Sótt er um vegna tveggja verkefna. Fjölmargir komu að vinnunni  við verkefnið og var þeim aðilum færðar þakkir fyrir.

5. Málefni fatlaðs fólks – Notendastýrð persónuleg aðstoð. 
Áslaug Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi í Reykjavík kynnti. Áslaug er fulltrúi sambands íslenskra sveitarfélaga í verkefnahópnum. Árið 2010 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga varðandi notendastýrða aðstoð við fatlað fólk. Ári síðar var ákveðið að hefja innleiðingu  þjónustunnar sem verður að lögum árið 2014.  Fram kom að á vef velferðarráðuneytisins er hægt að nálgast ýmis gögn verkefnastjórnar,  ásamt leiðbeinandi reglum  í  handbók  um  notendastýrða aðstoð við fatlað fólk.

Fundarstjóri leyfði fyrirspurnir og umræður. Til máls tóku Guðmundur Pálsson, Kristinn Jakobsson, Ásmundur Friðriksson, Jónína Hólm,  Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson og Einar Jón Pálsson.

6. Kaffihlé.

7. Breytingar á samþykktum S.S.S.
Ólafur Þór Ólafsson formaður kynnti tillögur um breytingar á samþykktum  sem liggja fyrir fundinum og voru sendar út með fundarboði.  Formaðurinn vakti athygli sveitarstjórnarmanna á  því að eini munurinn á tillögunum tveimur er að finna í   6. grein 1. málgrein nýrra samþykkta.

Umræður. Til máls tóku Bryndís Gunnlaugsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson, Friðjón Einarsson, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Böðvar Jónsson, Guðmundur Pálsson, Davíð Ásgeirsson, Árni Sigfússon og Páll Valur Björnsson.

Tillaga A.
Samþykktir fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

1. grein

Sveitarfélögin á Suðurnesjum,Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar eiga með sér samband undir nafninu Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, skammstafað S.S.S.
Heimili og varnarþing þess skal vera í því sveitarfélagi þar sem aðalskrifstofa S.S.S. er á hverjum tíma. 

2. grein

Markmið sambandsins eru:
• Að vinna að hagsmunum aðildarsveitarfélaga
• Að efla samvinnu sveitarfélaga og sveitarstjórnarmanna
• Að efla búsetu og atvinnulíf á Suðurnesjum
• Að vinna að sameiginlegum málum er löggjafinn kann að fela því
• Að koma fram sem heild í sameiginlegum málum gagnvart ríkisvaldinu og öðrum
• Að fylgjast með nýjungum á sviði sveitarstjórnarmála, jafnt innanlands sem erlendis

Kostnaður við rekstur sambandsins skal greiddur miðað við höfðatölu 1.okt. ár hvert.

3. grein
Stefna sambandsins í einstökum málaflokkum skal ákvörðuð á aðalfundi eða sambandsfundi í samræmi við markmið sambandsins.

4. grein
Aðalfundur skal að jafnaði haldinn í októbermánuði ár hvert nema á kosningaári, þá eigi síðar en 15. september. Til fundar skal boða með dagskrá með minnst einnar viku fyrirvara. Á dagskrá aðalfundar skulu vera eftirfarandi mál:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Endurskoðaðir ársreikningur síðasta árs lagður fram til samþykktar.
3. Stjórn sambandsins tilnefnd.
4. Kosning endurskoðanda eða endurskoðendafyrirtækis.
5. Ákvörðun um greiðslu þóknunar til stjórnarmanna.
6. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

Halda skal sambandsfund í mars ár hvert. Á þeim sambandsfundi skulu tekin fyrir þau málefni sem stjórn ákveður hverju sinni.
Aðra sambandsfundi skal halda þegar stjórn þykir þurfa, eða ein eða fleiri sveitarstjórn eða sjö eða fleiri sveitarstjórnarmenn krefjast þess skriflega, enda sé þá greint frá hvert fundarefni skuli vera. 

Allir kjörnir fulltrúar á svæðinu eiga rétt til setu á aðal- og sambandsfundum.  Ennfremur eiga bæjarstjórar og stjórnarmenn S.S.S. rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og sama gildir um framkvæmdastjóra S.S.S.

5. grein
Aðal- og sambandsfundir eru ályktunarbærir ef löglega er til þeirra boðað.  Sambandsfundur er ályktunarbær ef 2/3 hlutar fulltrúa eru mættir en 2/3 hlutfall þeirra þarf til að samþykkja ályktanir.  Ályktanir um fjárhagsmál eru þó ætíð háðar samþykki hverrar sveitarstjórnar. Þó er stjórn S.S.S. heimilt að samþykkja tilfærslu innan samþykktrar fjárhagsáætlunar samstarfsins.

6. grein
Stjórn sambandsins, sem annast málefni þess á milli funda, skal skipuð sjö mönnum og sjö til vara, sem tilnefndir eru af sveitarstjórnunum, þrír frá Reykjanesbæ einn frá hverju hinna sveitarfélaganna, og skulu tilnefningar liggja fyrir á aðalfundi. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund.

Ef stjórn S.S.S. samþykkir að taka upp samstarf um einstaka málaflokka og kostnaður við viðkomandi verkefni er hærri en 5% af heildarútgjöldum S.S.S. á ársgrundvelli, skal bera það upp til samþykktar í sveitarstjórnum allra aðildarsveitarfélaga.

Stjórn S.S.S. getur ekki bundið aðildarsveitarfélögin nokkrum fjárhagsskuldbindingum, sem eru utan staðfestrar fjárhagsáætlunar eða erum umfram ráðstöfunarheimildir stjórnar, nema með formlegu samþykki allra aðildarsveitarfélaga.

Tillögum stjórnar S.S.S. um þau mál sem falla utan fjárhagsáætlunar, svæðisskipulags eða samstarfsverkefna og eru umfram ráðstöfunarheimildir stjórnar skal komið án tafar til sveitarstjórna til afgreiðslu eða umsagnar.

Fundarboð stjórnar ásamt fylgigögnum skal senda til allra kjörinna sveitarstjórnarmanna á starfssvæði S.S.S. Heimilt er að senda fundarboð með rafrænum hætti með minnst fjögurra daga fyrirvara.  Þeim kjörnum fulltrúum, er ekki eiga sæti í stjórn sambandsins er heimilt að koma að athugasemdum við þau mál sem eru á dagskrá með minnst tveggja daga fyrirvara.

Samþykktir stjórnar skulu því aðeins ná fram að ganga að þær séu studdar af aðilum sem bera meirihluta kostnaðar við rekstur sambandsins og hafa meirihluta í stjórn þess.

7. grein
Stjórn sambandsins er heimilt að ráða framkvæmdastjóra til að sjá um daglegan rekstur og sér framkvæmdastjóri um að ráða annað starfsfólk.

8. grein
Sambandið skal annast samræmingu á fjárhags- og framkvæmdaáætlunum sameiginlega rekinna verkefna og stofnana sveitarfélaganna. Stjórnir sameiginlegra verkefna og stofnanna er heyra ekki beint undir S.S.S., bera ábyrgð á gerð eigin fjárhagsáætlana sem og að framfylgja þeim.

Fyrir lok septembermánaðar ár hvert skulu stjórnir sameiginlega rekinna  verkefna og stofnana sveitarfélaganna senda stjórn S.S.S. tillögur að fjárhags- og framkvæmdaáætlunum sínum fyrir næsta ár.

Samráðshópur skipaður stjórn S.S.S. og öllum bæjarstjórum á svæðinu skal yfirfara frumvörpin og gera tillögu um afgreiðslu þeirra í síðasta lagi fyrir 15. október.

Fyrir 1. nóvember skal stjórn S.S.S. afgreiða frumvörpin til sveitarstjórnanna og stjórna stofnananna.

Heimilt er stjórnum sameiginlega rekinna  verkefna og stofnana að leita til samráðshópsins um ráðgjöf í sambandi við undirbúning fjárhags- og framkvæmdaáætlana.

9. grein
Samþykktum þessum verður eingöngu breytt á aðalfundi, enda hljóti tillaga þar um samþykki minnst 3/4 hluta atkvæða. Tillögur til breytinga skulu hafa borist stjórn sambandsins eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund.  Tillögur að breytingum á samþykktum skal senda út með fundardagskrá.

10. grein
Kjósi sveitarfélag að hætta þátttöku í sambandinu, skal tilkynna það stjórn eigi síðar en sex mánuðum fyrir aðalfund og tekur úrsögnin gildi um næstu áramót á eftir. Á kosningarári skal úrsögn tilkynnast fyrir 1. júlí. Við úrsögn skal reikna út eignarhlut eða skuld sveitarfélagsins í samtökunum. Fjárhagslegt uppgjör skal vera í hlutfalli við íbúafjölda miðað við 1.desember það ár sem úrsögn er tilkynnt. Hætti sveitarfélag þátttöku í sambandinu þá skal jafnframt fara fram endurskoðun á samþykktum þess.

11. grein
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum verður ekki lagt niður nema tveir löglega boðaðir aðalfundir samþykki það með 2/3 hlutum atkvæða. Aðalfundirnir skulu haldnir með a.m.k. þriggja mánaða millibili. Tillaga að slitum sambandsins skal fylgja fundarboði. Áður en seinni fundurinn er haldinn skal afstaða aðildarsveitarfélaga til slitanna liggja fyrir. Til þess að slit á sambandinu nái fram að ganga þurfa 2/3 hlutar sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga að staðfesta þau.

Samþykktar á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Samþykktar þann 13. apríl 2012.

Tillaga B
Samþykktir fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

1. grein
Sveitarfélögin á Suðurnesjum,Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar eiga með sér samband undir nafninu Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, skammstafað S.S.S.
Heimili og varnarþing þess skal vera í því sveitarfélagi þar sem aðalskrifstofa S.S.S. er á hverjum tíma. 

2. grein
Markmið sambandsins eru:
• Að vinna að hagsmunum aðildarsveitarfélaga
• Að efla samvinnu sveitarfélaga og sveitarstjórnarmanna
• Að efla búsetu og atvinnulíf á Suðurnesjum
• Að vinna að sameiginlegum málum er löggjafinn kann að fela því
• Að koma fram sem heild í sameiginlegum málum gagnvart ríkisvaldinu og öðrum
• Að fylgjast með nýjungum á sviði sveitarstjórnarmála, jafnt innanlands sem erlendis

Kostnaður við rekstur sambandsins skal greiddur miðað við höfðatölu 1.okt. ár hvert.

3. grein
Stefna sambandsins í einstökum málaflokkum skal ákvörðuð á aðalfundi eða sambandsfundi í samræmi við markmið sambandsins.

4. grein
Aðalfundur skal að jafnaði haldinn í októbermánuði ár hvert nema á kosningaári, þá eigi síðar en 15. september. Til fundar skal boða með dagskrá með minnst einnar viku fyrirvara. Á dagskrá aðalfundar skulu vera eftirfarandi mál:
7. Skýrsla stjórnar.
8. Endurskoðaðir ársreikningur síðasta árs lagður fram til samþykktar.
9. Stjórn sambandsins tilnefnd.
10. Kosning endurskoðanda eða endurskoðendafyrirtækis.
11. Ákvörðun um greiðslu þóknunar til stjórnarmanna.
12. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

Halda skal sambandsfund í mars ár hvert. Á þeim sambandsfundi skulu tekin fyrir þau málefni sem stjórn ákveður hverju sinni.
Aðra sambandsfundi skal halda þegar stjórn þykir þurfa, eða ein eða fleiri sveitarstjórn eða sjö eða fleiri sveitarstjórnarmenn krefjast þess skriflega, enda sé þá greint frá hvert fundarefni skuli vera. 

Allir kjörnir fulltrúar á svæðinu eiga rétt til setu á aðal- og sambandsfundum.  Ennfremur eiga bæjarstjórar og stjórnarmenn S.S.S. rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og sama gildir um framkvæmdastjóra S.S.S.

5. grein
Aðal- og sambandsfundir eru ályktunarbærir ef löglega er til þeirra boðað.  Sambandsfundur er ályktunarbær ef 2/3 hlutar fulltrúa eru mættir en 2/3 hlutfall þeirra þarf til að samþykkja ályktanir.  Ályktanir um fjárhagsmál eru þó ætíð háðar samþykki hverrar sveitarstjórnar. Þó er stjórn S.S.S. heimilt að samþykkja tilfærslu innan samþykktrar fjárhagsáætlunar samstarfsins.

6. grein
Stjórn sambandsins, sem annast málefni þess á milli funda, skal skipuð fimm mönnum og fimm til vara, sem tilnefndir eru af sveitarstjórnunum, einn frá hverri, og skulu tilnefningar liggja fyrir á aðalfundi. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund.

Ef stjórn S.S.S. samþykkir að taka upp samstarf um einstaka málaflokka og kostnaður við viðkomandi verkefni er hærri en 5% af heildarútgjöldum S.S.S. á ársgrundvelli, skal bera það upp til samþykktar í sveitarstjórnum allra aðildarsveitarfélaga.

Stjórn S.S.S. getur ekki bundið aðildarsveitarfélögin nokkrum fjárhagsskuldbindingum, sem eru utan staðfestrar fjárhagsáætlunar eða erum umfram ráðstöfunarheimildir stjórnar, nema með formlegu samþykki allra aðildarsveitarfélaga.

Tillögum stjórnar S.S.S. um þau mál sem falla utan fjárhagsáætlunar, svæðisskipulags eða samstarfsverkefna og eru umfram ráðstöfunarheimildir stjórnar skal komið án tafar til sveitarstjórna til afgreiðslu eða umsagnar.

Fundarboð stjórnar ásamt fylgigögnum skal senda til allra kjörinna sveitarstjórnarmanna á starfssvæði S.S.S. Heimilt er að senda fundarboð með rafrænum hætti með minnst fjögurra daga fyrirvara.  Þeim kjörnum fulltrúum, er ekki eiga sæti í stjórn sambandsins er heimilt að koma að athugasemdum við þau mál sem eru á dagskrá með minnst tveggja daga fyrirvara.

Samþykktir stjórnar skulu því aðeins ná fram að ganga að þær séu studdar af aðilum sem bera meirihluta kostnaðar við rekstur sambandsins og hafa meirihluta í stjórn þess.

7. grein
Stjórn sambandsins er heimilt að ráða framkvæmdastjóra til að sjá um daglegan rekstur og sér framkvæmdastjóri um að ráða annað starfsfólk.

8. grein
Sambandið skal annast samræmingu á fjárhags- og framkvæmdaáætlunum sameiginlega rekinna verkefna og stofnana sveitarfélaganna. Stjórnir sameiginlegra verkefna og stofnanna er heyra ekki beint undir S.S.S., bera ábyrgð á gerð eigin fjárhagsáætlana sem og að framfylgja þeim.
Fyrir lok septembermánaðar ár hvert skulu stjórnir sameiginlega rekinna verkefna og stofnana sveitarfélaganna senda stjórn S.S.S. tillögur að fjárhags- og framkvæmdaáætlunum sínum fyrir næsta ár.

Samráðshópur skipaður stjórn S.S.S. og öllum bæjarstjórum á svæðinu skal yfirfara frumvörpin og gera tillögu um afgreiðslu þeirra í síðasta lagi fyrir 15. október.

Fyrir 1. nóvember skal stjórn S.S.S. afgreiða frumvörpin til sveitarstjórnanna og stjórna stofnananna.

Heimilt er stjórnum sameiginlega rekinna fyrirtækja og stofnana að leita til samráðshópsins um ráðgjöf í sambandi við undirbúning fjárhags- og framkvæmdaáætlana.

9. grein
Samþykktum þessum verður eingöngu breytt á aðalfundi, enda hljóti tillaga þar um samþykki minnst 3/4 hluta atkvæða. Tillögur til breytinga skulu hafa borist stjórn sambandsins eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund.  Tillögur að breytingum á samþykktum skal senda út með fundardagskrá.

10. grein
Kjósi sveitarfélag að hætta þátttöku í sambandinu, skal tilkynna það stjórn eigi síðar en sex mánuðum fyrir aðalfund og tekur úrsögnin gildi um næstu áramót á eftir. Á kosningarári skal úrsögn tilkynnast fyrir 1. júlí. Við úrsögn skal reikna út eignarhlut eða skuld sveitarfélagsins í samtökunum. Fjárhagslegt uppgjör skal vera í hlutfalli við íbúafjölda miðað við 1.desember það ár sem úrsögn er tilkynnt. Hætti sveitarfélag þátttöku í sambandinu þá skal jafnframt fara fram endurskoðun á samþykktum þess.

11. grein
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum verður ekki lagt niður nema tveir löglega boðaðir aðalfundir samþykki það með 2/3 hlutum atkvæða. Aðalfundirnir skulu haldnir með a.m.k. þriggja mánaða millibili. Tillaga að slitum sambandsins skal fylgja fundarboði. Áður en seinni fundurinn er haldinn skal afstaða aðildarsveitarfélaga til slitanna liggja fyrir. Til þess að slit á sambandinu nái fram að ganga þurfa 2/3 hlutar sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga að staðfesta þau.

Samþykktar á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Samþykktar þann 13. apríl 2012

Tillaga A.  Felld með 27 atkvæðum gegn 11.
Tillaga B.  Samþykkt samhljóða.

8. Áætluð fundarslit.
Formaður Ólafur Þór Ólafsson formaður þakkaði fundarmönnum fyrir góðann fund, bauð sveitarstjórnarmönnum til kvöldverðar og sleit fundi kl. 19.30.

Björk Guðjónsdóttir
     fundarskrifari.