fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

641. fundur SSS 26. apríl 2012

Árið 2012, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 26. apríl. kl. 16.30 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson formaður, Gunnar Þórarinsson,  Bryndís Gunnlaugsdóttir, Einar Jón Pálsson, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

 
1.  Málefni Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Gestir Guðjónína Sæmundsdóttir, Sigurgestur Guðlaugsson og Ólafur Jón Arnbjörnsson.
Erindi fulltrúa MSS var að ræða þá stöðu sem upp er komin með fjarnám á Suðurnesjum.  Aðstaða er fyrir fjarnema á tveim stöðum á Suðurnesjum, þ.e. í Reykjanesbæ og Grindavík.  Fjöldi nemenda á hverri önn er 80-100 manns.  Meðalaldur nemenda er 36 ár og stundar stór hluti nemenda vinnu með námi.  Búseta fjarnema hefur verið greind og var niðurstaðan sú að 87% útskrifaðra nemenda búa á Suðurnesjum.  Frá árinu 2004 hafa 107 nemendur útskrifast frá Háskólanum á Akureyri.  Eins og staðan er núna þá vantar fjármuni til að standa undir rekstri fjarnáms á Suðurnesjum á næstu árum. 

Stjórn S.S.S. samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að fara í viðræður við Mennta- og menningarmálaráðuneytið um aukið framlag til svæðisins vegna fjarnámsins í samráði við forsvaramenn MSS.   

2. Tillaga um verkefnalista.  Verkefni til stjórnar frá aðalfundi 2011.
Á aðalfundi Sambandsins sem haldinn var 7.-8. október 2011 var samþykkt að stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum myndi vinna að því að kalla eftir 5-7 verkefnum fyrir Suðurnesin.  Verkefni þessi ættu að fara inní fjárfestingaráætlun stjórnvalda fyrir árið 2013.  Þessi háttur var hafður á fyrir fjárfestingaráætlun 2012. 

Stjórn S.S.S. skilaði inn eftirtöldum verkefnum fyrir árið 2012: Kvikan auðlinda og menningarhús í Grindavík, Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði, Úttekt á samkeppnishæfni Suðurnesja, Velferðarstofa í Reykjanesbæ, Jarðvangur á Suðurnesjum.  Göngustígar eftir strandlengjunni milli Vogar og Reykjanesbæjar.

Tvö af þessum verkefnum hlutu framlag á fjárfestingaráætlun 2012, Þekkingarsetur Suðurnesja og Jarðvangur á Suðurnesjum.  Þessi verkefni eru nú þegar farin af stað. 
Á fundi sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu þann 23. febrúar 2012, var ákveðin stefnubreyting á þessu verklagi í samráði við formenn og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna og starfsmanna ráðuneytanna.  Ákveðið var að vinna að gerð sóknaráætlana fyrir alla landshlutananna og fer sú vinna af stað á næstu vikum.  Byggðarstofnun var falið að halda utan um verkefnið og hefur Byggðastofnun ráðið Hólmfríði Sveinsdóttur stjórnsýslufræðing til að leiða verkefnið. 

Eitt megin verkefni Hólmfríðar er að styðja við landshlutasamtökin um gerð sóknaráætlana landshluta þar sem stefnumörkun og áherslu landshluta á sviði atvinnulífs og samfélags í hverjum landshluta koma fram.  Verkefnistjóri mun vinna með öllum landshlutum og aðstoða þá við að ljúka við drög að sóknaráætlun fyrir árslok 2012. 

Verkefnisstjóri ásamt fulltrúum úr stýrineti mun heimsækja alla landshluta fyrir sumarið og styðja við vinnu landshlutasamtakanna að gerð sóknaráætlana og framkvæmd þeirra.  Gera má ráð fyrir því að sú vinna sem farið hefur fram í tengslum við fýsileikakönnun Suðurnesja(IPA-verkefnið) muni falla vel að þessu verkefni.

3. Framtíðarskipulag S.S.S.
Málið rætt og frestað til næsta stjórnarfundar.

4. Erindi frá leigubílstjórafélaginu Fylki.
a. Framsaga fundar dags. 17.04.2012.
b. Bréf dags. 10.04.2012.
c. Greinargerð vegna fundar með lögreglustjóra dags.16.04.2012.
d. Samantekt Ingólfs Möllers Jónssonar frá 08.11.2005.
Stjórn S.S.S. þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar og vísar erindinu til Samgönguhóps S.S.S. 

5. Bréf dags. 23.03.2012 frá Iðnaðarráðuneytinu vegna mótunar stefnu um raflínur í jörð.
Lagt fram.

6. Tölvupóstur dags. 21.03.2012, ásamt fundargerð frá Árna Gíslasyni fyrir hönd Innanríkisráðuneytisins.
Lagt fram.

7. Tölvupóstur dags. 11.04.2012 frá nefndarsviði Alþingis vegna umsagnar um tillögu til þingsályktunar, mál 329.  
Lagt fram.

8. Tölvupóstur dags. 11.04.2012 frá nefndarsviði Alþingis vegna umsagnar um tillögu til þingsályktunar, mál 358.
Lagt fram.
9. Fundargerð Heklunnar nr. 17, dags. 30.03.2012.
Lagt fram.

10. Fundargerð Menningarráðs Suðurnesja nr. 25, dags. 27.03.2012.
Lagt fram.

11. Fundargerð Þjónusturáðs Suðurnesja um þjónustu við fatlaða nr. 19, dags. 19.03.2012.
Lagt fram.

12. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra nr. 80, dags. 12.03.2012.
Lagt fram.

13. Fundargerð Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum, dags. 06.03.2012.
Lagt fram.

14. Önnur mál.
Rafræn fundargátt er komin í gagnið og verður sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum sendur tölupóstur þegar fundarboð og fylgigögn eru komin inn á gáttina fyrir hvern fund.

Næsti fundur stjórnar S.S.S. verður haldinn 24. maí.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:44.