642. fundur SSS 24. maí 2012
Árið 2012, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 24. maí kl. 16.30 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Jónína Holm, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Formaður bauð Jónínu Holm fulltrúa sveitarfélagsins Garðs velkomna á fundinn.
Dagskrá:
1. Kynning frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja varðandi öldrunarmál – Sigríður Snæbjörnsdóttir, Þórunn Benediktsdóttir og Sigurður Árnason.
Sigríður sagði frá hugmyndum H.S.S. um hvernig hægt væri að samþætta öldrunarþjónustu á Suðurnesjum. Faglega séð gæti þetta verið sterk eining. Sigríður sagði að H.S.S. væri tilbúið að skoða það að fullri alvöru að taka að sér öldrunarþjónustu ef vilji ríkis og sveitarfélaga er fyrir því. Hægt væri að gera t.d. þjónustusamninga við sveitarfélögin.
2. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum- skýrsla samráðshóps.Framkvæmdastjóri sagði frá vinnu samráðshópsins. Stjórn S.S.S. samþykkir að vinna að málinu í samræmi við tillögu samráðshópsins. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
3. Bréf dags. 30.04.2012 frá sveitarfélaginu Vogum, varðandi Svæðisskipulag Suðurnesja.
Lagt fram.
4. Bréf dags. 11.05.2012 frá Sandgerðisbæ, varðandi Svæðisskipulag Suðurnesja.
Lagt fram.
5. Tölvupóstur dags. 15.05.2012 frá nefndarsviði Alþingis vegna umsagnar um frumvarp til laga um vinnustaðanámssjóð (heildarlög), mál 765. Þingskjal er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/140/s/1256.html
Lagt fram.
6. Fundargerð Heklunnar nr. 18, dags. 11.05.2012
Lögð fram.
7. Fundargerð Menningarráðs Suðurnesja nr. 26. dags.08.05.2012.
Lögð fram.
8. Fundargerð Menningarráðs Suðurnesja nr. 27, dags. 14.05.2012.
Lögð fram.
9. Málefni Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.
a) Afrit af bréfi frá Sveitarfélaginu Vogum með afgreiðslu bæjarráðs varðandi málefni MSS.
Bókunin er eftirfarandi:„Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga styður að á næstu fjárhagsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verði því fé sem veitt er í sérstök verkefni sveitarfélagna forgangsraðað þannig að Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum geti boðið upp á fjarnám í hjúkrunarfræði næsta haust. Ef fundur S.S.S. og M.S.S. með ríkinu bera árangur og frekari framlög fáist í fjarnám á Suðurnesjum á því tímabili sem hjúkrunarfræðinámið stendur yfir mun framlag sveitarfélaganna lækka sem því nemur. Svæðið þarf mjög á hjúkrunarfræðimenntuðu fólki að halda ekki síst í öldrunarþjónustu og er fjarnám í hjúkrunarfræði mikilvægt fyrir þá uppbyggingu í hjúkrunarmálum aldraðra sem nú er að fara af stað“.
Stjórn S.S.S. tekur undir með Sveitarfélaginu Vogum að brýnt sér að bjóða upp á aðstöðu til fjarnáms á Suðurnesjum. Stjórnin mun aðstoða M.S.S. til að leita leiða við að finna fjármagn svo hægt sé að halda uppi þjónustu við fjarnema á Suðurnesjum Nauðsynlegt er að ríkið komi til móts við M.S.S. og sveitarfélögin á Suðurnesjum með því að styrkja fjarnám á svæðinu til jafns við aðra landshluta. Þannig væri hægt að tryggja áframhaldandi fjarnám hjá M.S.S.
10. Framtíðarskipulagning á starfsemi S.S.S.
Málið rætt. Framkvæmdastjóra falið að senda stjórn upplýsingar varðandi Sóknaráætlun, Þekkingarsetur á Íslandi, ásamt kynningarglærum um Austurbrú.
11. Starfsáætlun stjórnar S.S.S. sumarið 2012.
Næsti stjórnarfundur S.S.S. verður haldinn fimmtudaginn 16. ágúst 2012.
12. Önnur mál
Formaður sagði frá fundi hans og varaformanns S.S.S. með fjármálaráðherra.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50.