643. fundur SSS 16. ágúst 2012
Árið 2012, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 16. ágúst kl. 16.30 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Jónína Holm, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Tillaga frá stýrineti Sóknaráætlunar landshluta til ríkisstjórnar um útfærslu Sóknaráætlana landshluta árin 2012-2020.
Tillaga stýrinetsins lögð fram og rædd af stjórn. Samþykkt er að taka málið fyrir á aðalfundi S.S.S. Framkvæmdastjóra falið að semja við Expectus um kaup á ráðgjöf vegna Sóknaráætlunnar.
2. Fundargerð nr. 5. frá Stýrineti sóknaráætlana landshluta, dags. 22.05.2012.
Lögð fram til kynningar.
3. Fundargerð nr. 6. frá Stýrineti sóknaráætlana landshluta, dags. 29.05.2012.
Lögð fram til kynningar
4. Bréf frá Samkeppniseftirliti vegna almenningssamgangna, dags. 09.07.2012.
a) Svarbréf til Samkeppniseftirlits, dags. 03.08.2012.
Lagt fram.
Stjórnin ræddi útboðsmál almenningssamgangna í framhaldi af þessum lið. Ákveðið að taka málið upp á næsta stjórnarfundi. Framkvæmdastjóra falið að taka saman minnispunkta fyrir stjórn S.S.S. um málið.
5. Tölvupóstur dags.06.07. 2012 frá Guðrúnu Gunnarsdóttur, f.h. Velferðarráðuneytisins.
a. Tölvupóstur dags. 08.08.2012 til velferðarráðuneytisins, tilnefningar f.h. S.S.S. í samráðshóp um gerð framkvæmdaáætlunar fyrir félagsmálasjóð Evrópu
Stjórn S.S.S. samþykkir að tilnefna Hjördísi Árnadóttur, félagsmálastjóra Reykjanesbæjar sem aðalmann í samráðshópinn en Eggert Sólberg Jónsson, verkefnastjóra Heklunnar til vara.
6. Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dags. 18.06.2012, varðandi áherslur við fjárlagagerð.
Lagt fram.
7. Bréf frá sveitarfélaginu Garði, dags. 08.06.2012, varðandi fundargerð stjórnar S.S.S. nr. 642.
Lagt fram. Formaður stjórnar sagði frá fundi formanns og framkvæmdastjóra S.S.S. með menntamálaráðherra sem haldinn var í júní mánuði s.l. vegna málefna MSS.
8. Bréf frá Sandgerðisbæ, dags. 26.07.2012, afrit af bréfi sent til stjórnar Sorpeyðingarstöð Suðurnesja vegna sameiningar/samstarfs við Sorpu.
Lagt fram.
9. Erindi frá Kristínu Þorleifsdóttur f.h. Vist og Veru ehf, dags. 28.06.2012. Beiðni um styrk vegna rannsóknar á ásýnd og aðkomuleiðum þéttbýliskjarna á landsbyggðinni.
Stjórn S.S.S. getur því miður ekki orðið við erindinu.
10. Tölvupóstur dags. 29.05.2012, frá Sveitarfélaginu Garði, tilnefning í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Eftirfarandi eru tilnefnd í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum f.h. sveitarfélagsins Garðs;
Jónína Holm, aðalmaður.
Davíð Ásgeirsson, varamaður.
11. Fundargerðir D.S. dags. 09.05.2012.
Lögð fram.
12. Aðalfundargerð D.S., dags. 29.05.2012.
Lögð fram.
13. Fundargerð D.S., dags. 25.06.2012.
Lögð fram.
14. Fundargerð F.S. nr.314, dags. 16.05.2012.
Stjórn S.S.S óskar nýjum skólameistara Kristjáni Pétri Ásmundssyni velfarnaðar í starfi. Jafnframt er fráfarandi skólameistara Ólafi Jóni Arnbjörnssyni þakkað gott starf í þágu Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
15. Fundargerðir þjónusturáðs Suðurnesja um þjónustu við fatlað fólk.
a) Fundargerð nr. 20, dags. 08.05.2012.
b) Fundargerð nr. 21, dags. 14.05.2012.
c) Fundargerð nr. 22, dags 04.06.2012.
Lagt fram.
16. Undirbúningur aðalfundar S.S.S.
Ákveðið er að halda aðalfund Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum daganna 5.-6. október. Fundurinn verður haldinn í Grunnskólanum í Sandgerði. Drög að dagskrá rædd.
17. Önnur mál.
Næsti fundur stjórnar verður haldinn fimmtudaginn 30. águst 2012, þar sem árshlutareikningur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna ársins 2012 verður lagður fram til undirritunar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30