644. fundur SSS 30. ágúst 2012
Árið 2012, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 30. ágúst kl. 16.30 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Davíð Ásgeirsson, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Árshlutauppgjör S.S.S. – 01.01.2012-30.06.2012.
Anna Birgitta Geirfinnsdóttir kom á fundinn og kynnti árshlutareikning S.S.S. Stjórn S.S.S. samþykkir árshlutareikninginn
2. Almenningssamgöngur.
Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað vegna þeirra vinnu sem nú fer fram við útboð á almenningssamgöngur á Suðurnesjum.
Stjórnin samþykkir að ganga til samninga við VSÓ vegna gerð útboðsganga. Jafnframt er samþykkt að núverandi verkefnastjóri sjái um að halda verkefninu áfram þar til að reynsla er komin á nýtt fyrirkomulag.
3. Starfsáætlun stjórnar.
Lögð var fram drög að starfsáætlun stjórnar haustið 2012. Ákveðið er að setja niður fundi á eftirtöldum dögum: 13. september, kl. 16:30.
20. september, kl. 16:30.
4. október, kl. 16:30
1. nóvember, kl.16:30.
15. nóvember, kl. 16:30.
20. desember, kl. 16:30
4. Önnur mál.
Tölvupóstur dags. 29.08.2012, frá Jóhanni Bjarna Skúlasyni, f.h. Vegagerðarinnar vegna frágangs malarnámunnar Sandfellskofi.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem fer með mál Héraðsnefndar Suðurnesja hefur engar athugasemdir við að Vegagerðin gangi frá námunni sem nefnd er Sandfellskofi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:20