fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

645. fundur SSS, 13. september 2012

Árið 2012, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 13. september kl. 16.30 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Davíð Ásgeirsson, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestir fundarins eru; Magnús Stefánsson, Ásgeir Eiríksson, Sigrún Árnadóttir, Róbert Ragnarsson og Árni Sigfússon.

Dagskrá:

1.  Vinna við fjárhagsáætlun S.S.S. og samanrekinna stofnanna v.ársins 2013.
Framkvæmdastjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun S.S.S. og samanrekinna stofnanna vegna ársins 2013. 

• Framlög til S.S.S. hækka um 300 þúsund á árinu 2013 og verða 4.300 mkr. á árinu 2013.
• Framlög til Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja verða þau sömu og á árinu 2012.

Framkvæmdastjóri Sorpeyðingarstöðvarinnar hefur lagt fram áætlun um að framlög sveitarfélagnna til stöðvarinnar verði óbreytt frá árinu 2012.

Stjórn S.S.S. leggur til við framkvæmdastjóra og stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja að kostnaður vegna sorpeyðingar og sorphirðu verði greindur niður.  Jafnframt er lagt til að fjöldi fasteigna verði notaður sem skiptigrunnur á kostnaði frekar en fjöldi íbúa sveitarfélagnna. 

2. Bréf dags. 30.08.2012 frá Róberti Ragnarssyni f.h. Grindavíkurbæjar – tilnefning í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Efirfarandi fulltrúar Grindavíkurbæjar eru tilnefndir í stjórn Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
Aðalmaður: Bryndís Gunnlaugsdóttir
Varamaður: Kristín María Birgisdóttir

3. Bréf dags. 03.09.2012 frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, f.h. fjárlaganefndar Alþingis.
Framkvæmdastjóra falið að óska eftir fundi fyrir stjórn S.S.S. hjá Fjárlaganefnd Alþingis.

4. Bréf dags. 30.08.2012 frá Innanríkisráðuneytinu vegna samráðs um mótun innanríkisstefnu landsmanna.
Lagt fram.

5. Tilnefning í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum tilnefnir eftirfarandi:
Aðalmenn: Árni Sigfússon og Sigrún Árnadóttir
Varamenn: Magnea Guðmundsdóttir og Magnús Stefánsson

6. Afrit af bréfi dags. 17.08.2012 vegna málefna Fisktækniskólans.
Lagt fram.

7. Fundargerð nr. 23, dags. 27.08.2012 frá Þjónusturáði Suðurnesja um þjónustu við fatlað fólk.
a) Upplýsingar frá Reykjanesbæ vegna uppgjörs ársins 2011.
b) Fjárhagsáætlun í málefnum fatlaðs fólks vegna ársins 2012.
Stjórn S.S.S. þakkar fjármálastjóra Reykjanesbæjar fyrir góða og vandaða samantekt á uppgjörinu. 

Framkvæmdastjóra er falið að óska eftir fundi með Velferðaráðherra vegna fjárframlaga til málaflokks fatlaðra á Suðurnesjum.

Fleira ekki gert og fundi slitið 18:00.