646. fundur SSS, 20. september 2012
Árið 2012, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 20. september kl. 16.30 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Jónína Holm, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Sóknaráætlun Suðurnesja – Kynning Magnús Árni Magnússon og Kristinn Tryggvi Gunnarsson frá Expectus.
Fulltrúar frá Expectus kynntu stjórnarmönnum þá undirbúningsvinnu sem farin er á stað við gerð Sóknaráætlunar fyrir Suðurnes. Ákveðið er að vinna frekar að gerð Sóknaráætlunar á aðalfundi S.S.S. sem haldinn verður daganna 5.-6. Október, þar gefst sveitarstjórnamönnum tækifæri til að vinna að áætlunni og forgangsraða verkefnum.
Kynningargögn Expectus verða send stjórn S.S.S. og gefst stjórn tækifæri til þess að koma sínum ábendingum til ráðgjafa.
2. Kynning á útboðsmálum almenningssamgangna á Suðurnesjum – Þorbergur Karlsson frá VSÓ og Ásmundur Friðriksson verkefnastjóri.
Farið var yfir stöðu útboðsmála. Málinu fresta til næsta fundar sem haldinn verður fimmtudaginn 4. Október.
3. Undirbúningur að dagskrá aðalfundar S.S.S.
Lögð var lokahönd á dagskrá aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesja.
4. Fundargerð Heklunnar nr. 20, dags. 07.09.2012
Lögð fram.
5. Önnur mál
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:49.