fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

647. fundur SSS, 4. október 2012

Árið 2012, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 4. október kl. 16.30 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Jónína Holm, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Útboð á almenningssamgöngur – mál frestað frá síðasta fundi.
Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála og var málið rætt af stjórn.  Beðið er eftir útreikningum frá VSÓ og verður boðað til fundar í samgönguhópnum um leið og niðurstaða liggur fyrir.

2. Ályktanir vegna aðalfundar.
Stjórnin undirbjó ályktanir fyrir aðalfund 2012.

3. Fundargerð nr. 10 – Vaxtarsamning Suðurnesja.
Lögð fram.

4. Bréf dags. 20.09.2012 frá Jöfnunarsjóði sveitafélaga.
Framlag til landshlutasamtaka sveitarfélaga er kr. 20.950.000,- á árinu 2013.

5. Tölvupóstur dags. 19.09.2012 frá Ingibjörgu Valdimarsdóttur, f.h. Línudans.
Erindið lagt fram og fulltrúum fyrirtækisins boðið að kynna verkefnið á næsta stjórnarfundi sé því við komið.

6. Tölvupóstur dags. 27.09.2012 frá nefndasviði Alþingis varðandi umsögn um 89.Þingmál, vernd og orkunýtingu landssvæða (rammaáætlun).
Lagt fram.

7. Tilnefning í EFTA vettvang sveitarstjórnarmála.
Formaður S.S.S. mun sinna þátttöku á þessum vettvangi

8. Önnur mál.
Í ljósi þess tíma sem fer í undirbúning og útboð á akstri vegna almenningssamninga er nauðsynlegt að framlengja samningi við núverandi akstursaðila.
Stjórn S.S.S. samþykkir að framlengja samning um akstur vegna almenningssamgangna við Kynnisferðir til 31. mars 2013.

Vakin er athygli sveitarstjórnarmanna á því að kynning á landsskipulagsstefnu 2013-2024 verður haldinn í Eldey, 31. október 2012.  Gert er ráð fyrir því að fundurinn hefjist klukkan 15:00 og verði lokið kl. 17:00.  Fundurinn verður auglýstur í staðarblöðum og fjölmiðlum þegar nær dregur.

Lagt var fram erindi frá Bláa hernum dags. 3. október það sem beðið erum um styrk að upphæð kr. 1.000.000,-  Erindinu vísað til fjárhagsnefndar S.S.S.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:05.