fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

35. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

35. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 9. febrúar 2023, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Björn Ingi Edvardsson, Guðmundur Björnsson, Jón B. Guðnason, Andri Rúnar Sigurðsson, Jón B. Einarsson, Eysteinn Eyjólfsson, Einar Jón Pálsson, Lilja Sigmarsdóttir, Atli Geir Júlíusson, Fannar Jónasson, Davíð Viðarsson, Gunnar K. Ottósson, Magnús Stefánsson, Gunnar Axelsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  

Forföll boðaði: Kjartan Már Kjartansson

Dagskrá:

  1. Endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja, vinnustofa.

Viðfangsefni:

  • Atvinna
  • Auðlindir
  • Veitur og samgöngur
  • Samfélag
  • Loftlagsmál

Stefán Gunnar Thors dró saman það sem unnið hefur verið í málaflokkunum. Búið er að færa inn ný markmið sem orðið hafa til í fyrri vinnustofum en einnig standa eldri markmið sem talin eiga einn við.

Eftirfarandi nefndarfólki er falið að lesa yfir málaflokkana og kynna niðurstöður á næsta fundi Svæðisskipulagsnefndarinnar

Auðlindir: Magnús Stefánsson, Jón B. Einarsson og Atli G. Júlíusson.

Atvinna: Gunnar K. Ottósson, Kjartan Már Kjartansson og Andri Rúnar Sigurðsson.

Veitur og samgöngur: Björn Ingi Edvardsson og Fannar Jónasson.

Loftlagsmál: Eysteinn Eyjólfsson og Lilja Sigmarsdóttir.

Samfélag: Stefán Gunnar Thors vinnur grunn að leiðarjósum og markmiðum og leggur fyrir næsta fund.

2. Önnur mál.

Lagt er til að næsti fundur verði fimmtudaginn 9. mars kl. 16:00.

Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:06. Fundargerð verður undirrituð með rafrænum hætti og verður send fundarmönnum að loknum fundi.