fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

34. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

34. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 12. janúar 2023, kl. 15:45. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Kjartan Már Kjartansson, Sveinn Valdimarsson, Guðmundur Björnsson, Hera Sól Harðardóttir, Andri Rúnar Sigurðsson, Jón B. Einarsson, Eysteinn Eyjólfsson, Einar Jón Pálsson, Lilja Sigmarsdóttir, Einar Friðrik Brynjarsson, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, Atli Geir Júlíusson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  

Forföll boðuðu: Fannar Jónasson, Magnús Stefánsson, Gunnar Axel Axelsson og Davíð Viðarsson

Dagskrá:

 1. Endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja, vinnustofa

Innviðir og loftslagsmál. Stefán Gunnar fór yfir samantekt á vinnunni sem lokið er. Í áframhaldi fór fram umræða um flutningskerfi raforku og loftslagsmál.

Að því loknu var farið yfir næstu skref en þau eru:

A. Samantekt á vinnustofum. B. Mótun markmiða C.Tillögur um stefnu og aðgerðir í málaflokkum

 • Auðlindir
 • Atvinna
 • Íbúa – og íbúðarþróun
 • Samgöngur og aðrir innviðir
 • Loftlagsmál

  2. Önnur mál. Formaður sagði frá tölvupósti sem barst frá formanni Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins en í honum kom fram ósk um sameiginlegan fund með Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja. Ritara falið að senda nefndarmönnum í Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja fundarboð þessa efnis og taka daginn frá þann 12.maí.

  Lagt er til að næsti fundur verði 9. febrúar 2023, kl. 16:00.

  Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:15. Fundargerð verður undirrituð með rafrænum hætti og verður send fundarmönnum að loknum fundi.