fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

353. fundur SSS 7. apríl 1994

 Árið 1994 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 7. apríl kl. 15.00.

Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Bjarni Andrésson, Kristján Pálsson, Björgvin Lúthersson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Málefni Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.  Elías Jóhannsson formaður A.S. mætti á fundinn.
Lagður var fram ársreikningur A.S. 1993 ásamt endurskoðaðri fjárhagsáætlun og drögum að starfslýsingu eins starfsmanns.
Stjórn S.S.S. lýtur svo á að nú liggi allar upplýsingar fyrir og að stjórn A.S. hafi uppfyllt þau skilyrði sem komu fram í samkomulagi S.S.S., A.S. og F.S.S. dags. 28/12 s.l.
Í drögum að fjárhagsáætlun A.S. er gert ráð fyrir rúmlega 900 þúsund til greiðslu á skuldum félagsins.  Í tillögum að fjárhags-áætlunum S.S.S. er gert ráð fyrir 3.060 þús kr. framlagi til A.S. ((liðurinn sérverkefni) jafnt framlagi Byggðastofnunar).
Stjórn S.S.S. leggur til við sveitastjórnirnar að þær ábyrgist lántökur allt að 4.000.000.- til að rétta fjárhag A.S. og jafnframt verði leitað til Byggðastofnunar um þátttöku á greiðslu skulda A.S.

2. Fundargerð stjórnar B.S. frá 18/3 1994, lögð fram.

3. Fundargerð stjórnar FSS frá 12/2, 19/2 og 13/3 1994, lagðar fram.

4. Fundargerð stjórnar S.S. frá 8/3 1994, lögð fram.

5. Fundargerð starfskjaranefndar S.F.S.B. og S.S.S. frá 21/3 1994, frestað til næsta fundar.

6. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 19/3 1994 ásamt afriti af bréfi. Lögð fram.

7. Tilnefning fulltrúa í stjórn F.S.S.

  Aðalfulltrúi:  Kristján Pálsson
  varafulltrúi:  Sigurður Jónsson

8. Tilnefning 3ja fulltrúa í undirbúningsnefnd fyrir æskulýðsráðstefnu á Suðurnesjum.

  Tilnefnd:  Sigurður Jónsson
     Drífa Sigfúsdóttir
     Margrét Gunnarsdóttir

9. Bréf dags. 16/2 1994 frá Sjúkraliðafélagi Íslands þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa Launanefndar S.S.S.  Launanefnd S.S.S. telur að hún hafi ekki umboð í málinu.
Finnbogi Björnsson og Lúðvík Hjalti Jónsson mættu á fundinn.  Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga.  Málinu frestað til næsta fundar.

10. Bréf dags. 20/3 1994 frá Jóni Þ. Þór formanni Sögufélags Suðurnesja þar sem farið er fram á 350.000 kr. styrk til útgáfu Árbókar Suðurnesja.  Stjórn S.S.S. ákvað að styrkja útgáfuna með 150.000 kr. framlagi.

11. Bréf dags. 28/3 1994 frá Landsambandi hestamanna varðandi málþing um “Landnýtingu og ímynd hestamennskunnar” lagt fram.

12. Bréf dags. 29/3 1994 frá menntamálaráðuneytinu þar sem ráðuneytið tilnefnir Erlend Kristjánsson fulltrúa sinn í undirbúningsnefnd ráðstefnu um æskulýðsmál.  Jafnframt var lagt fram bréf frá Æskulýðsráði ríkisins þar sem tilnefndur er Þorsteinn Fr. Sigurðsson í undirbúningsnefndina.

13. Bréf dags. 8/3 1994 frá Kristínu Einarsdóttur formanni umhverfisnefndar Alþingis ásamt frumvarpi til laga um náttúruvernd, 411. mál.
Kristjáni Pálssyni falið að leggja fram drög að umsögn á næsta fundi.

14. Bréf dags. 16/3 1994 frá Agli Jónssyni formanni landbúnaðarnefndar Alþingis ásamt frumvarpi um jarðalög, 200. mál.
Stjórn S.S.S. gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

15. Bréf dags. 22/3 1994 frá Rannveigu Guðmundsdóttur formanni félagsmálanefndar Alþingis ásamt þingsályktunartillögu um að færa verkefni Húsnæðisstofnunar ríkisins til sveitarfélaga 259. mál.
S
tjórn S.S.S. tekur undir þingsályktunartillöguna og mælir með samþykkt hennar.

16. Bréf dags. 22/3 1994 frá Ingibjörgu Pálmadóttur form. heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis ásamt þingsályktunartillögu um heilbrigðisátak á ári fjölskyldunnar, 357. mál.  Þar sem erindið var einnig sent bæjarstjórnum á Suðurnesjum vísar stjórn S.S.S. til umsagna þeirra.

17. Sameiginleg mál.
a) Ákveðið að næsti fundur verði fimmtudaginn 14. apríl.

b) Rætt um samræmingu á launakjörum í unglingavinnu á Suðurnesjum.

c) Rætt um móttöku norrænna sveitarstjórnamanna 6. júní (norræn sveitarstjórnarráðstefna).  Framkvæmdastjóra falið að taka saman upplýsingar um samstarf S.S.S.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.10.