354. fundur SSS 14. apríl 1994
Árið 1994 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 14. apríl kl. 15.00.
Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Margrét Gunnarsdóttir, Ólafur Gunnlaugsson, Kristján Pálsson, Björgvin Lúthersson, Jón Gunnarsson, Guðjón Gumundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Í upphafi fundar minntist formaður Þórarins St. Sigurðssonar fyrrv. formanns S.S.S. og fyrrv. sveitarstjóra í Höfnum. Þórarinn lést 8. apríl s.l. Hann sat í stjórn S.S.S. 1980 – 1986 þar af formaður 1984-1985, hann sat einnig í mörgum stjórnum og nefndum á vegum sveiarfélaganna á Suðurnesjum.
Dagskrá:
1. Fundargerð stjórnar B.S. frá 6/4 1994, lögð fram.
2. Fundargerð stjórnar D.S. frá 29/3 1994, lögð fram.
3. Lögð voru fram drög að svari til starfshóps um frísvæði á Suðurnesjum. Svarið samþykkt með áorðnum breytingum.
4. Bréf dags. 16/2 1994 frá Sjúkraliðafélagi Íslands (á dagskrá síðasta fundar). Stjórn S.S.S. felur launanefnd Sambands ísl. sveitarfélaga umboð til samninga við Sjúkraliðafélag Íslands sé það á annað borð sveitarfélaganna að semja við Sjúkraliðafélag Íslands þar sem Garðvangur er hjúkrunarheimili á föstum fjárlögum ríkisins.
5. Bréf dags. 27/3 1994 frá Ragnari Marinóssyni varðandi markaðsskrifstofur Suðurnesja. Erindinu vísað til Ferðamálasamtaka Suðurnesja.
6. Drög að umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd (frá síðasta fundi) Kristján Pálsson lagði fram drög að umsögn um frumvarpið.
Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
7. Bréf dags. 6/4 1994 frá félagasmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um hópuppsagnir, 555. mál. Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
8. Bréf dags. 6/4 1994 frá félagamálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um reynslusveitarfélög, 554. mál. Stjórn S.S.S. mælir með samþykkt frumvarpsins en leggur áherslu á að þess verði gætt að þau sveitarfélög sem standa fyrir utan reynslusveitarfélög verði ekki fyrir fjárhagslegum skaða af tilrauninni.
9. Sameiginleg mál.
Fundur með þingmönnum í Þórshamri miðvikudaginn 20. apríl kl. 15.00.
Fundi slitið kl. 17.00.