fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

355. fundur SSS 5. maí 1994

 Árið 1994 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 5. maí kl. 15.00.

Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Margrét Gunnarsdóttir, Kristján Pálsson, Björgvin Lúthersson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.  Fulltrúi Sandgerðis boðaði forföll.

Dagskrá:

1. Fundargerð stjórnar Almannavarnanefndar Suðurnesja frá 28/3 1994.  Lögð fram.

2. Fundargerðir undirbúningsnefndar ráðstefnu um æskulýðsmál frá 14/4 og 28/4 1994.  Samþykktar.

3. Bréf dags. 18/4 1994 frá Val Þorvaldssyni, Búnaðarsambandi Kjalanesþings varðandi búfjáreftirlit og forðagæslu.  Stjórnin óskaði eftir að fylgjast með framgangi málsins.

4. Bréf dags. 20/4 1994 frá þjónustuhóp aldraðra á Suðurnesjum þar sem þakkað er, að ráðinn skuli hafa verið starfsmaður til hópsins.  Stjórn S.S.S. vísar til fjárhagsáætlunar fyrir 1994 varðandi tækjakaup og bendir þjónustuhópnum á að kanna til hlítar hvort húsnæði og tækjabúnaður sem er til staðar á Hlévangi geti hentað starfsmanni.

5. Bréf dags. 25/4 1994 frá utanríkisráðuneytinu varðandi frísvæði á Suðurnesjum.  Ósk S.S.S. um tilnefningu í starfshóp. 
Stjórnin tilnefnir: Aðalmann: Kristján Pálsson
    Varamann: Guðjón Guðmundsson

6. Bréf dags. 18/4 1994 frá verkefnisstjórn vegna átaks í umhverfismálum.  Erindinu vísað til sveitarstjórnanna.

7. Afgreiðslu sveitarstjórnamanna á fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum fyrir árið 1994.

Borist hafa bréf frá sveitarfélögunum 7 á Suðurnesjum þar sem fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna eru samþykktar.

8. Afgreiðslur sveitarstjórnanna á erindi S.S.S. frá 7/4 1994 varðandi skuldir Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Njarðvíkurbær, Hafnahreppur, Keflavíkurbær og Vatnsleysustrand-arhreppur hafa samþykkt erindið.  Gerðahreppur frestaði afreiðslu málsins.  Ekki hafa borist svör frá Grindavíkurbæ og Sandgerðisbæ.

9. Sameiningarmál.
Ekkert fært til bókar undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.30.