fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

356. fundur SSS 19. maí 1994

 Árið 1994 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 19. maí kl. 15.00.

Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Bjarni Andrésson, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Björgvin Lúthersson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð stjórnar Ferðamálasamtaka Suðurnesja frá 14/4 1994, lögð fram.

2. Fundargerð Ferlinefndar S.S.S. frá 19/4 1994, lögð fram.

3. Fundargerðir undirbúningsnefnda ráðstefnu um æskulýðsmál frá 9/5 og 18/5 1994, lagðar fram.

4. Fundargerð Öldrunarnefndar Suðurnesja frá 19/4 1994, lögð fram.

5. Bréf dags. 18/5 1994 frá Launanefnd sveitarfélaga þar sem stjórn Launanefndar sveitarfélaga telur sig ekki geta tekið við samningsumboði því sem vísað var til hennar með bréfi SSS dags. 18. apríl 1994 (kjör sjúkraliða í Sjúkraliðafélagi )  “Þar sem launakostnaður er í reynd greiddur af ríkinu, telur stjórn Launanefndar sveitarfélaga að fyrir þurfi að liggja ótvíræð yfirlýsing frá ríkinu um að það viðurkenni þá samninga sem gerðir yrðu.  Stjórn Launanefndar sveitarfélaga telur það ekki samræmast góðum stjórnarháttum að fulltrúar sveitarfélaga séu að annast kjarasamningagerð fyrir stofnun, sem ríkið greiðir launakostnað, því saman þurfi að fara framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð.  Meðal annars er bent á að sveitarfélögin viðhafa starfsmat varðandi röðun í launaflokka sem ríkið viðurkennir ekki “.
Það er skoðun stjórnar SSS að starfsmenn sem vinna sömu störf á sama vinnustað hafi sömu launakjör.  Samkvæmt gildandi verkaskiptasamningi ríkis og sveitarfélaga er rekstur hjúkrunarheimila fyrir aldraða verkefni ríkisins.  Í ljósi þess að ríkið viðurkennir ekki starfsmat varðandi röðun í launaflokka sem sveitarfélögin viðhafa, þá er eðlilegt að ríkið sjái um samningagerð við starfsmenn á hjúkrunarheimilinu.  Stjórn SSS felur launanefnd SSS að koma sjónarmiðum stjórnarinnar á framfæri við aðila málsins.

Kristján Pálsson mætti á fundinn.

6. Bréf dags. 17/5 1994 frá Sjúkraliðafélagi Íslands.  Stjórnin vísar til afgreiðslu 5. mál á fundinum.

7. Ráðstefna norrænna sveitarstjórnarmanna og heimsókn þeirra til Suðurnesja þann 6. júní n.k.Gert er ráð fyrir um 280 manns og mun stjórn S.S.S. taka á móti þeim í Festi.

8. Afgreiðslur sveitarstjórnanna á erindi S.S.S. frá 7/4 1994 varðandi skuldir A.S. (framhald frá síðasta fundi).  Grindavíkurbær og Sandgerðisbær hafa samþykkt erindið.

9. Sameiginleg mál.

a) Rætt um Búfjárvörslu í sumar.

b) Sagt frá umsókn til félagsmálaráðuneytisins varðandi atvinnuátak kvenna. Stjórnin gerir ekki athugasemd við erindið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.30.