362. fundur SSS 15. september
Árið 1994 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 15. september kl. 14.00
Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Stefán Jónsson, Ólafur Gunnlaugsson, Margrét Gunnarsdóttir, Björgvin Lúthersson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir.
Dagskrá:
1. Fundargerð stjórnar B.S. frá 22/8 1994, lögð fram.
2. Fundargerð H.E.S. frá 24/8 1994, lögð fram.
3. Fundargerðir undirbúningsnefndar ráðstefnu um æskulýðsmál frá 17/8, 23/8, 30/8 og 6/9. Lagðar fram og samþykktar.
4. Kjör varafulltrúa í svæðisráð fatlaðra í Reykjaneskjördæmi.
Tilnefndur: Einar Guðberg, Starmóa 15, Njarðvík.
5. Bréf dags. 22/8 1994 frá umhverfisráðherra Össuri Skarphéðinssyni, þar sem ráðuneytið hefur ákveðið að boða til fundar á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóra falið á að undirbúa málið fyrir næsta fund.
6. Umburðarbréf til sveitarstjórna. Lög um húsaleigubætur. Málinu frestað.
7. Tilkynning frá fjárlaganefnd Alþingis, þar sem sveitarstjórnarmönnum er gefinn kostur á að eiga fund með nefndinni 26-29. september. Samþykkt að panta tíma.
8. Bréf dags. 1/9 1994 frá Hjálmari Árnasyni skólameistara varðandi rekstur mötuneytis F.S. Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga um málið.
9. Bréf dags. 5/9 1994 frá Jóhönnu Reynisdóttur sveitarstjóra Vatnsleysustrandarhrepps varðandi afstöðu til atvinnumála. Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps telur mjög jákvætt að sveitarfélögin á svæðinu geti unnið sameiginlega að þessum málum.
10. Bréf dags. 5/9 1994 frá Jóhönnu Reynisdóttur sveitarstjóra varðandi fjármögnun á D-álmu og flýtingu verkloka.
Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps tekur jákvætt í málið, takist viðunandi samningar.
11. Bréf dags. 9/9 1994 frá bæjarstjórn Keflavíkur-Njarðvíkur-Hafna. Bæjarstjórn samþykkir að fresta viðræður um atvinnumál á sameiginlegum grunni fram yfir aðalfund S.S.S.
12. Ársreikningar S.S.S. 1993.
Reikningarnir samþykktir samhljóða.
13. Aðalfundur S.S.S. 1994.
Rætt um drög að tillögum og fleira varðandi aðalfundinn.
14. Sameiginleg mál.
Samþykkt að taka á dagskrá bréf dags. 12/9 1994 frá F.S.S. þar sem farið er fram á að S.S.S. bjóði til kvöldverðar 21 erlendum ferða-skrifstofumanni. Erindinu hafnað.
Formaður færir stjórnarmönnum þakkir fyrir samvinnu og samstarf, stjórnarmenn þökkuðu formanni sömuleiðis.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00.