fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

364. fundur SSS 13. október 1994

 Árið 1994 er fundur haldinn í stjórn Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 13. október kl. 15.00.

Mætt eru: Hallgrímur Bogason, Sigurður Ingvarsson, Kristbjörn Albertsson, Óskar Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Kristján Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Skýrsla Kristjáns Pálssonar um ferð til Shannon 12. – 15. september s.l.  Kristján Pálsson lagði skýrsluna fram á fundinum.  Miklar umræður urðu um málið. Málinu frestað fram yfir fund um atvinnumál á sameiginlegum grunni 29/10 n.k.

2. Fundargerðir D.S. frá 15/9, 26/9 og 6/10 1994.  Lagðar fram.

3. Málefni D – álmu.

Svör sveitarstjórna:

a) Þar sem hreppsnefnd Gerðahrepps er jákvæð gagnvart málefninu. Þar með hafa öll sveitarfélögin svarað jákvætt um að gengið verði til samninga um fjármögnun D-álmu.

Fulltrúar í starfshóp skýrðu frá stöðu mála.

4. Fundur umhverfisráðuneytis á Suðurnesjum þann 20. okt. n.k.  Framkvæmdastjóri sagði frá undirbúningi fundarins.

5. Fyrirhugaður flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna. Framhald frá aðalfundi.  Rætt um fyrirhugaðan fund um flutning grunnskólans.
Guðjóni Guðmundssyni og Kristbirni Albertssyni falið að afla gagna.

Sigurður Ingvarsson vék af fundi.

6. Atvinnumál á sameiginlegum grunni, framhald.
Rætt um undirbúning fundarins 29/10 n.k.

7. Sameiginleg mál.
Vegagerð ríkisins hefur haft samband við framkvæmdastjóra S.S.S. (og héraðsnefnd Suðurnesja) og tjáð honum að til væri fjármagn í sýsluvegasjóði um 900 þúsund kr.
Stjórn S.S.S. sem einnig er stjórn Héraðsnefndar tekur undir tillögu Vegagerðar ríkisins um að fjármunum þessum verði varið til vegabóta í Vatnsleysustrandarhreppi í samráði við sveitastjórn þar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.