363. fundur SSS 3. október 1994
Árið 1994 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 3. október kl. 15.00.
Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Kristján Gunnarsson, Kristbjörn Albertsson, Jón Gunnarsson, Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir.
Dagskrá:
Drífa Sigfúsdóttir setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna.
1. Stjórnin skiptir með sér verkum:
Formaður: Hallgrímur Bogason
Varaformaður: Óskar Gunnarsson
Ritari: Jón Gunnarsson
Hallgrímur Bogason tók við stjórn fundarins.
2. Fundargerð FSS frá 11/8 1994, lögð fram.
3. Fundargerð undirbúningsnefndar ráðstefnu um æskulýðsmál frá 29/9 1994 lögð fram og samþykkt.
4. Bréf dags. 21/9 1994 frá Jónasi Egilssyni framkv.stj. SSH þar sem boðið er að senda fulltrúa á aðalfund SSH.
Ákveðið að senda fulltrúa eftir því sem við verður komið.
5. Bréf dags. 15/9 1994 frá Helgu M. Guðmundsdóttur framkv.stj. Þroskahjálpar varðandi skipun í svæðisráð málefna fatlaðra í Reykjaneskjördæmi. Lagt fram.
6. Bréf ódags. frá bæjarstjórn Keflavíkur-Njarðvíkur-Hafna ásamt bókunum varðandi tilnefningu tveggja fulltrúa bæjarins í stjórn Heilsugæslu og Sjúkrahúss Suðurnesja. Lagt fram.
7. Málefni nýbúa.
Jóhanna Brynjólfsdóttir og John Spencer komu á fundinn. Í framhaldi af umræðu hvetur stjórn S.S.S. til þess að stofnað verði félag fyrir nýbúa og aðstandendur þeirra. Stjórn S.S.S. er tilbúin til að veita aðstoð vegna málsins.
Framkvæmdastjóra falið að skoða málið.
8. Lög um húsaleigubætur (framhald)
a) Bréf dags. 29/9 1994 frá félagsmálaráðuneytinu varðandi húsaleigubætur. Stjórn S.S.S. gerir ekki sameiginlega tillögu í málinu.
b) Bréf dags. 19/9 1994 frá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra Gerðahrepps þar sem hreppsnefnd Gerðahrepps samþykkti að hafa samráð við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum um húsaleigubætur. Lagt fram.
9. Málefni D-álmu.
Svör sveitarstjórna; þar sem
a) Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkir að taka þátt í samningum um að sveitarfélögin á Suðurnesjum taki lán til þess að flýta fyrir byggingu D-álmu.
b) Bæjarstjórn Keflavíkur-Njarðvíkur-Hafna samþykkir fyrir sitt leyti að ganga til samninga við ríkisvaldið varðandi fjármögnun D-álmu.
c) Bæjarstjórn Sandgerðis samþykkir að taka upp viðræður við nágrannasveitarfélögin um fjármögnun á byggingu D-álmu.
10. Atvinnumál á sameiginlegum grunni (framh.)
Svör sveitarstjórna, þar sem
a) Hreppsnefnd Gerðahrepps samþykkti að fresta frekari umræðum fram yfir aðalfund S.S.S. 16. og 17 september.
b) Bæjarstjórn Sandgerðis telur eðlilegt að umræður um atvinnumál og sameiginleg verkefni séu rædd á sameiginlegum vettvangi.
Stjórn S.S.S. leggur til að haldinn verði samráðsfundur um atvinnu-mál á sameiginlegum grunni. Óskað er eftir að sveitarfélögin skipi 2 fulltrúa hvert á fundinn. Stefnt er að halda fundinn laugardaginn 29. október kl. 10.00.
11. Að loknum aðalfundi S.S.S. 1994.
a) Ályktanir aðalfundar.
Ályktun um atvinnumál.
Ákveðið að senda ályktunina til ráðuneyta, þingmanna kjördæmisins, Byggðastofnun, ASÍ og VSÍ.
Ályktun um yfirtöku sveitarfélaganna á rekstri grunnskólans.
Ákveðið að senda ályktunina til menntamálaráðuneytisins, fræðslustjóra, þingmanna kjördæmisins og kennarasamtökunum Skósuð. Ákveðið að taka málið upp á næsta fundi.
Ályktun um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Ákveðið að senda ályktunina til fjármálaráðuneytisins, þingmanna kjördæmisins og skattstjóra kjördæmisins.
Ályktun um heilbrigðismál.
Ákveðið að senda ályktunina til heilbrigðisráðuneytisins, fjármála-ráðuneytisins, þingmanna kjördæmisins og stjórnar SHS.
Ályktun um frárennslismál.
Ákveðið að senda ályktunina til umhverfisráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins og þingmanna kjördæmisins.
Ályktun um samgöngumál.
Ákveðið að senda ályktunina til samgönguráðuneytisins, þing-manna kjördæmisins, vegagerðar ríkisins og Alþingis.
Allar ályktanir verða sendar til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
12. Sameiginleg mál.
Ákveðið að fundartími verði eins og áður 2. og 4. fimmtudag í mánuði kl. 15.00.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.