fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

383. fundur SSS 17. ágúst 1995

 Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 17. ágúst 1995 kl. 15.00.

Mætt eru: Hallgrímur Bogason, Sigurður Ingvarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Kristján Gunnarsson, Óskar Gunnarsson.  Jón Gunnarsson og Kristbjörn Albertsson boðuðu forföll svo og þeirra varamenn.

Dagskrá.

1. Fundargerð stjórnar B.S. frá 26/7 1995 lögð fram.

2. Fundargerð Ferlinefndar S.S.S. frá 1/8 1995.  Samþykkt.

3. Yfirlit um fjárhagsstöðu Bláfjallanefndar í lok skíðatímabils 1995.  Lagt fram.

4. Bréf dags. 31/7 1995 frá Myndbæ h.f. um tilboð í gerð kynningar- og heimildarmynda.  Lagt fram.

5. Bréf dags. 31/7 1995 frá Unnari Stefánssyni, þar sem bent er á Heimsþing Alþjóðasambands sveitarfélaga í  Haag 3. – 7. sept.  Framkvæmdastjóra falið að kanna frekar málið.

6. Bréf frá SSA, Eyþingi og SSNV, þar sem fulltrúa er boðið að sitja aðalfundi samtakanna.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að sækja fundina eftir því sem við verður komið.

7. Bréf dags. 3/8 1995 frá Sjúkraliðafélagi Íslands, þar sem farið er fram á nýjan kjarasamning fyrir félagsmenn hjá Garðvangi.
Stjórn S.S.S. vísar erindinu til launanefndar S.S.S.

8. Bréf dags. 14/8 1995 frá Finnboga Björnssyni framkvæmdastjóra, þar sem óskað er eftir að stjórn S.S.S. beiti áhrifum sínum til þess að hraða afgreiðslu á endurskoðun kjarasamninga.

Stjórn S.S.S. óskar eindregið eftir að fá tillögu um launakjör 
framkvæmdastjóra fyrir næsta stjórnarfund S.S.S.

9. Flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna og verkefni fræðsluskrifstofu.  Framkvæmdastjóri lagði fram gögn um tillögur í öðrum landshlutum.

10. Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum – framtíðarskipulag –  fyrirhugaður fundur í byrjun september n.k.  Formanni og framkvæmdastj. falið að finna dag og stað fyrir fundinn.

11. Sameiginleg mál.
Framkvæmdastjóri lagði fram erindi frá JC – hreyfingunni um “æfintýrakort” sem sett yrði aftan á leiðbeiningakort í sveitarfélögunum.  Erindið var fólgið í að S.S.S. taki þátt í kostun verkefnisins.  Ákveðið að leita umsagnar M.O.A. um málið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00.