384. fundur SSS 31. ágúst 1995
Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 31. ágúst kl. 15.00 að Vesturbraut 10a, Keflavík.
Mætt eru: Hallgrímur Bogason, Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Kristján Gunnarsson, Kristbjörn Albertsson og Guðjón Guðmundsson framkv.stj. Jón Gunnarsson boðaði forföll og hans varamaður.
Dagskrá:
1. Bygginganefnd D-álmu kom á fundinn að eigin ósk. Í nefndinni eru Símon Steingrímsson, Hrafn Pálsson, Hermann Ólason og Drífa Sigfúsdóttir. Einnig mætti Jóhann Einvarðsson framkv.stj. S.H.S. á fundinn undir þessum lið.
Nefndin gerði grein fyrir stöðu mála.
2. Fundargerð stjórnar D.S. frá 14/8 1995.
3. Bréf dags. 24/8 1995 frá bæjarráði K.-N.-H. þar sem óskað er umsagnar stjórnar S.S.S. um erindi sýslumannsins í Keflavík þar sem lagt er til að H.E.S. fari með framkvæmd á eyðingu meindýra þ.m.t. vargfugl, minnka og refa.
Óskað er eftir umsögn heilbrigðisnefndar um málið.
4. Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum – framtíðarskipulag – fyrirhugaður fundur 14. sept. n.k.
Fundurinn verður kl. 17.00 á Hótel Keflavík.
5. Sameiginleg mál. Engin.