fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

385. fundur SSS 14. september 1995

 Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 14. september kl. 15.00.

Mætt eru:  Hallgrímur Bogason, Sigurður Jónsson, Björk Guðjónsdóttir, Óskar Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Kristján Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.  Drífa Sigfúsdóttir boðaði forföll og hennar varamaður.

Dagskrá:

1. Fundargerð Launanefndar S.S.S. frá 8/9 1995.
Jóni Gunnarssyni  og Sigurði Jónssyni falið að ganga til samninga við framkvæmdastjóra samrekinna stofnana og verði samningum lokið fyrir aðalfund S.S.S.

2. Fundargerð starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 8/9 1995 lögð fram.

3. Fundargerðir Öldrunarnefndar Suðurnesja ódags. nr. 19, frá 13/7, 14/8 1995 lagðar fram.

4. Fundargerð Markaðs- og atvinnumálanefndar Reykjanesbæjar frá 31/8 1995 lögð fram.

5. Bréf dags. 5/9 1995 frá Friðjóni Einarssyni framkv.stj. M.O.A. með umsögn varðandi uppsetningu ævintýrakorta á bakhlið upplýsingakorta sbr. 11. mál 383. fundar.  Erindinu hafnað.

6. Bréf dags. 6/9 1995 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem sveitarstjórnarmönnum er gefinn kostur á að eiga fund með nefndinni 25. – 29. september.  Framkvæmdastjóra falið að fá tíma með fjárlaganefnd.

7. Bréf dags. 5/9 1995 frá Jóhönnu Reynisdóttur sveitarstjóra Vatnsleysustrandarhrepps, þar sem hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hefur fallið frá fyrirvara sínum vegna framkvæmda við Garðvang þar með hafa fjárhagsáætlanir samrekinna stofnana tekið gildi.

8. Erindi fulltrúa S.S.S. í starfsmatsnefnd frá 23/5 1995.
Brynjólfur Guðmundsson og Jóhanna Einarsdóttir hafa fallist á að gegna starfi áfram í starfsmatsnefnd.

Fundi frestað kl. 17.00 – Fundi framhaldið kl. 21.30

9. Aðalfundur S.S.S. 1995.
Rætt um drög að dagskrá.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

10. Flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna og verkefni fræðsluskrifstofa.
Í ljósi þess að stjórn S.S.S. þarf að skila greinargerð um skipan verkefna fræðsluskrifstofa á starfsvæði sínu til Sambands ísl. sveitarfélaga fyrir 1. nóvember telur stjórn S.S.S. nauðsynlegt að fá fund með bæjarráði K.N.H. og fara yfir stöðu mála.

11. Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum – framtíðarskipulag – 
Vísað í fund á Hótel Keflavík kl. 17.00.

12. Skerðing á stuðnings og/eða sérkennslu grunnskólanna á Suðurnesjum.  Málið rætt.

Fulltrúar úr stjórn SK og HSS komu á fundinn og greindu frá stöðu mála varðandi Sjúkrahús og heilsugæslu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.40.