fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

386. fundur SSS 21. september 1995

 Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmudaginn 21. september 1995 kl. 15.00.

Mætt eru:  Hallgrímur Bogason, Sigurður Jónsson, Drífa Sigfúsdóttir, Björk Guðjónsdóttir, Óskar Gunnarsson, Jón Gunnarsson Guðjón Guð-mundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.

Kristján Gunnarsson boðaði forföll og varamaður hans.

Dagskrá:

1. Samstarfið.
Lagt fram minnisblað formanns byggt á fundi um samstarf sveitarfélaganna frá fimmtudeginum 14. sept. s.l.

2. Niðurstaða fundar með bæjarráði K.N.H.
Á fundinum var lagt fram bréf dags. 21/9 1995 frá K.N.H. þar sem Jónína Sanders er tilnefnd í viðræðuhóp um verkefni fræðsluskrifstofu.

Tilnefningar frá öðrum sveitarfélögum eru:

   Jóhanna Reynisdóttir Vogum
   Sigurður Jónsson Garði
   Sigurður Valur Ásbjarnarson Sandgerði
   Jón Gunnar Stefánsson Grindavík.

3. Fundur með fjárlaganefnd Alþingis 26/9 n.k.
Fulltrúar stjórnar fara á fund nefndarinnar 26. september kl. 09.15.

4. Aðalfundur S.S.S. 1995.
Drög að dagskrá lögð fram og hún rædd.

5. Bréf dags. 20/9 1995 frá bæjarstjórn K.N.H. ásamt tillögu sem samþykkt var 19/9 1995.

Tillagan er eftirfarandi:

“Vegna ákvörðunar Heilbrigðisráðuneytisins að setja tilsjónarmann við Sjúkrahús og Heilsugæslustöð Suðurnesja fyrirhugaðs niðurskurðar á þjónustu stofnana og vegna frétta um hugsanlegt samningsrof á samningi um D-álmu, samþykkir bæjarstjórn Reykjanesbæjar að krefjast þess að boðað verði til sambandsfundar sveitarstjórna á Suðurnesjum um heilbrigðismál, sbr. 3. gr. samþykkta fyrir S.S.S.
Á þennan fund verði stjórn Sjúkrahúss og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja einnig boðuð til að gera sveitarstjórnamönnum grein fyrir stöðu þessara mála. Fundur þessi verði haldinn sem fyrst.”

Ákveðið að halda fundinn n.k. fimmtudag kl. 20.30.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00.