fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

387. fundur SSS 28 september 1995

 Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 28. september kl. 13.00.

Mætt eru:  Hallgrímur Bogason, Sigurður Jónsson, Drífa Sigfúsdóttir, Kristján Gunnarsson, Óskar Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guð-mundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 5/9 1995 lögð fram.

2. Fundargerð Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 15/9 1995 lögð fram og samþykkt.

3. Fundargerð Almannavarnarnefndar Suðurnesja frá 18/9 1995 lögð fram.  Stjórnin þakkar þeim aðilum sem stóðu að hópslysaæfingu sem var 25. sept. s.l.

4. Fundargerð stjórnar S.S. frá 19/9 1995 lögð fram.

5. Bréf dags. 19/9 1995 frá Skógræktarfélagi Íslands ásamt ályktun frá aðalfundi 1. – 3. sept. 1995, þar sem m.a. kemur fram að sveitarfélög og samtök þeirra á Suðurnesjum komi í höfn því verkefni sem lengi hefur verið unnið að, að öll lausaganga búfjár á Reykjanesi verði aflögð eigi síðar en 1996. Lagt fram.

6. Bréf dags. 5/9 1995 frá verkefnistjórn “Tónlist fyrir alla – íslenskir skólatónleikar” þar sem óskað er eftir framlagi fyrir skólatónleika.  Erindinu hafnað þar sem öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum hefur verið sent erindið.

7. Bréf dags. 21/9 1995 frá Jóni G. Stefánssyni bæjarstjóra þar sem  leitað er samstöðu meðal sveitarfélaga á Suðurnesjum að þau fyrir milligöngu S.S.S. fái endurgreiddan allan kostnað við umönnun fatlaðra í almennum skólum. Ákveðið að skoða málið m.a. með fræðslustjóra og Sambandi ísl. sveitarfélaga.

8. Drög að dagskrá 19. aðalfundar S.S.H.
Formanni eða framkvæmdastjóra falið að sitja fundinn f.h.  S.S.S.

9. Drög að ársreikningi S.S.S. fyrir árið 1994 lögð fram á fundinum – fyrri umræða.  Ársreikningarnir samþykktir og vísað til seinni umræðu.

Kristbjörn Albertsson mætti á fundinn.

10. Aðalfundur S.S.S. 1995.
Drög að dagskrá lögð fram á fundinum.

11. Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum – framtíðarskipulag.
Lagðar voru fram hugmyndir um framtíðarskipulag.  Miklar umræður urðu um málið.  Að loknum umræðum fóru fulltrúar á fund um samstarf sveitarfélaganna.

Fundi slitið kl. 16.50.