fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

389. fundur SSS 13. október 1995

 Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 13. október 1995 kl. 11.30 í veitingahúsinu við Bláa lónið.

Mætt eru:  Hallgrímur Bogason, Sigurður Jónsson, Kristján Gunnarsson, Björk Guðjónsdóttir, Óskar Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Ákveðið að gefa út fjórblöðung um n.k. aðalfund og munu Suðurnesjafréttir sjá um útgáfuna.

2. Bréf dags. 3/10 1995 frá Skósuð þar sem stjórn S.S.S. er boðið að senda fulltrúa á fund þar sem fjallað er um málefni fatlaðra nemenda að loknum grunnskóla.  Sigurður Jónsson, Gerðahreppi mun sitja fundinn.

3. Kynnt var breytingartillaga  í framhaldi af viðræðum við bæjarráð  Grindavíkur við 5. grein samþykkta S.S.S.  Samþykkt að leggja breytingartillöguna fram á aðalfundi til samþykktar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.50.