fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

18. aðalfundur

AÐALFUNDUR SAMBANDS SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM 1995

18. aðalfundur S.S.S. haldinn í Félagsheimilinu Festi, Grindavík föstudaginn 13. og laugardaginn 14. október 1995.

Dagskrá:

Föstudagur 13. október 1995.

1. Skráning fulltrúa og afhending gagna.
2. Fundarsetning.
3. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
4. Skýrsla stjórnar: Hallgrímur Bogason, formaður S.S.S.
5. Ársreikningur S.S.S. fyrir árið 1994, Guðjón Guðmundsson, framkv.stj.
6. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning.
7. Skýrslur starfshópa og nefnda á vegum S.S.S.
8. Skýrsla Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu. Friðjón Einarsson framkvæmdastjóri.
9. Tillögur og ályktanir lagðar fram.
10. Ávörp gesta.
11. Ávarp félagsmálaráðherra Páls Péturssonar
12. Kaffihlé.
13. Heilbrigðismál – Hvað er framundan? Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra.
14. Umræður.

Laugardagur 14. október 1995.

15. Samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum Tillögur stjórnar S.S.S. um breytingar á samstarfinu. Umræður. Afgreiðsla á breytingartillögum á samþykktum S.S.S.
16. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja s.f. Kynning á hugmynd um framtíðarlausn sorpeyðingarmála.
17. Matarhlé. (13.30 Aðalfundur Héraðsnefndar Suðurnesja)
18. Flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna.
a) Garðar Jónsson viðsk.fr. Samb. ísl. sveitarfélaga.
b) Hrólfur Kjartansson menntamálaráðun. og form. verkefnisstj. um flutning grunnskólans.
c) Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson form. Sambands ísl. sveitarfélaga.
19. Fyrirspurnir.
20. Kaffihlé.
21. Ályktanir – umræður og afgreiðslur.
22. Önnur mál.
23. Tilnefning stjórnar og varastjórnar fyrir næsta starfsár.
24. Kosnir 2 skoðunarmenn reikninga og 2 til vara.
25. Kosnir 3 fulltrúar í launanefnd S.S.S. og 3(2) til vara.
26. Kosnir 4 fulltrúar á ársfund Landsvirkjunar.
27. Fundarslit.

Fulltrúafjöldi:
Reykjanesbær 11
Grindavík 8
Sandgerði 8
Gerðahreppur 8
Vatnsleysustr.hr. 6

Gestir fundarins og frummælendur:

Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis-ráðherra, Ólafur G. Einarsson, Árni R. Árnason, Kristján Pálsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Hjálmar Árnason, Sigríður A. Þórðardóttir, Sif Friðleifs-dóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Árni Hjörleifsson frá S.S.H., Bjarni Þór Einarsson, framkv.stj. frá Samb. sveitarf. í Norðurlandi vestra, Friðjón Einarsson, framkvæmdastjóri, Jórunn Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, Hrafn Pálsson, deildarstjóri, Magnús Guðmannsson, verkfræðingur, Garðar Jónsson viðskiptafr., Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður.

1. Skráning fulltrúa og afhending gagna.

2. Fundarsetning:

Formaður S.S.S. Hallgrímur Bogason setti fund og bauð fulltrúa og gesti velkomna.

3. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Lagði formaður til að fundarstjórar yrðu Margrét Gunnarsdóttir og Valdís Kristinsdóttir. Var það samþykkt samhljóða.
Lagði hann einnig til að ritarar fundarins yrðu Jón Hólmgeirsson, Halldór Halldórsson, Áslaug Kjartansdóttir, Hulda Jóhannsdóttir og Kristmundur Ásmundsson. Samþykkt.

4. Skýrsla stjórnar.

Hallgrímur Bogason, formaður S.S.S. flutti skýrsluna.
Stjórnarfundir S.S.S. voru samtals 27 á starfsárinu.
Þann 12. desember s.l. var fundur með þáverandi menntamálaráðherra Ólafi G. Einarssyni um flutning grunnskólans til sveitarfélaganna.
Atvinnumál voru mjög til umræðu. Fjögurra manna hópur vann að athugun á hugmyndum um samstarf í þeim málum. Gengið var til samstarfs við Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar (M.O.A.).
Samstarfið var gott við önnur landshlutasamtök.
Sveitarfélögin staðfestu fjármögnun á byggingu D-álmu við Sjúkrahús Suðurnesja og í framhaldi af því var undirritaður samningur þann 3. apríl af heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra og fulltrúum sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Lögð er á það áhersla að staðið verði við þann samning.
Að lokum þakkaði formaður samstarf við stjórnarmenn, starfsfólk og framkvæmdastjóra.

5. Ársreikningur S.S.S. fyrir árið 1994.

Framkvæmdastjóri Guðjón Guðmundsson skýrði reikningana sem voru með hefðbundnum hætti.

6. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning.

Engar umræður eða fyrirspurnir. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.

7. Skýrslur starfshópa og nefnda á vegum S.S.S.

Lögð var fram skýrsla um öldrunarmál á Suðurnesjum. Jórunn Guðmundsdóttir fylgdi skýrslunni úr hlaði en lokaorð átti Hrafn Pálsson.

Fyrirspurnir:

Jón Gunnarsson spurði hvort mikil bið væri á vistrýmum á Suðurnesjum. Hvað um rekstur Garðvangs?
Hrafn Pálsson svaraði því til að í júlí s.l. væru á biðlista um 11, 4 í þörf, 3 í mjög brýnni þörf. Um Garðvang er það að segja að betra er að bæta við þar sem þjónusta er fyrir hendi og stækka það sem fyrir er en byggja upp að nýju.
Anna Margrét Guðmundsdóttir spurði hvort ætti frekar að styrkja stofnanaþjónustu eða heimaþjónustu?
Heimaþjónustu svaraði Hrafn.
Sigurður Bjarnason vildi fá að vita hvort í Sandgerði kæmi svipuð þjónusta og í Víðihlíð í Grindavík.
Jórunn svarði og sagði tæplega hægt að setja slíka þjónustu í hverju byggðarlagi.
Fundarstjóri lagði til að skýrslunni verði vísað til stjórnar S.S.S.

8. Skýrsla Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu.

Friðjón Einarsson framkvæmdastjóri flutti skýrsluna.
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar er til húsa í fyrrum bæjarskrifstofu Njarðvíkur og er í nánu samstarfi við S.S.S. Skammstöfun fyrirtækisins er M.O.A.
Jón Gunnarsson spurði: Hefur M.O.A. mikið sinnt sjávarútvegi? Friðjón sagði að 1 til 2 menn kæmu á dag sem tengdust sjávarútvegi. Væri unnið að stefnumótun í sjávarútvegi og fiskvinnslu.

9. Tillögur og ályktanir lagðar fram.

10. Ávörp gesta.

Ólafur G. Einarsson forseti Alþingis flutti kveðjur þingmanna.
Árni Hjörleifsson frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu flutti kveðjur frá S.S.H. Óskaði hann eftir meira samstarfi og sambandi við önnur landshlutasamtök. Það væri öllum til góðs. Stærsta verkefnið nú er flutningur grunnskóla til sveitarfélaganna sagði Árni.

11. Páll Pétursson, félagsmálaráðherra fór yfir þau málefni sem hæst ber í hans ráðuneyti svo sem úrbætur í húsnæðismálum og greiðsluerfiðleikum fólks.
Ræddi hann um breytilegan lánstíma húsbréfa sem nú verða 15 – 25 og 40 ár.
Félagslegar íbúðir eru orðnar of dýrar í mörgum tilfellum og erfið sveitarfélögum vegna innlausnarskyldu þeirra.
Húsaleigubætur verða áfram og taldi hann þetta verkefni betur komið hjá sveitarfélögunum.
Sett verður á fót leiðbeiningarstöð handa fólki í greiðsluerfiðleikum sem hann kallaði skuldaaðlögunarleiðina. Nefndi hann fleira svo sem fjölskyldustefnu, jafnréttismál og atvinnumál sem unnið væri að í ráðuneyti hans.

Fyrirspurnir.

Jón Gunnarsson spurði um frekari sameiningu sveitarfélaga, hvort hún yrði frjáls eða lögboðin.
Kristján Gunnarsson spurði um fjölda atvinnulausra og þeirra sem fá atvinnuleysisbætur.
Ellert Eiríksson ræddi kostnað sveitarfélaga við flutning grunnskólans og hvort hægt væri að treysta því að hlutur sveitarfélaga yrði ekki fyrir borð borin?
Félagsmálaráðherra sagðist á móti því að þvinga sveitarfélög til sameiningar. Hvað varðaði skráningu atvinnulausra gætu ekki allir skráð sig svo sem námsmenn, trillukarlar og bændur. Gat hann þess að nýbúar væru ekki á atvinnuleysisskrá, þeir væru duglegir að fá sér vinnu.
Herjið á menntamálaráðherra svo hlutur sveitarfélaga verði ekki fyrir borð borin við flutning grunnskóla til sveitarfélaga sagði félagsmála-ráðherra

12. Kaffihlé.

13. Heilbrigðismál – Hvað er framundan?

Heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir hóf mál sitt á þessa leið.

Hér kem ég seki syndarinn
af sálarþorsta neyddur.

Ræddi hún síðan um málefni Sjúkrahús Suðurnesja sem hún sagði að væri á eftir í tækjabúnaði og læknar væru þar færri miðað við íbúafjölda en annars staðar.
Þörf er á að láta allar nýframkvæmdir bíða um sinn vegna fjárhags-örðugleika í heilbrigðisráðuneytinu en á það hefur sjúkrahússtjórnin ekki viljað fallast. Bygging D-álmu mun kosta um 400 milljónir eins og hún er nú hugsuð og óskaði hún eftir samkomulagi um aðra og ódýrari lausn.

Formaður byggingarnefndar um D-álmu Símon Steingrímsson lagði til breytingu á fyrri teikningu sem þýddi lægri byggingarkostnað.
Þörf fyrir hjúkrunarheimili er ekki mjög brýn í dag, verður það bráðlega sagði Símon.

14. Fyrirspurnir og umræður.

Anna Margrét Guðmundsdóttir sagðist hafa vonað að heyra annað en fram kom hjá ráðherra. Samningar skulu standa um byggingu D-álmu eins og þeir voru gerðir.
Jóhann Einvarðsson sagði ekkert hafa skeð hjá byggingarnefnd. Öllu ætti að fresta. Hann hefði þó bundið vonir við að tilkynnt yrði um breytingu á þessum fundi. Þetta væru sér vonbrigði sagði forstjóri Sjúkrahúss Suðurnesja.
Jón Gunnarsson og Óskar Gunnarsson spurðu hvort það væri ekki hlutverk byggingarnefndar að framkvæma bygginguna eftir gerðum samningum en ekki að breyta henni.
Formaður byggingarnefndar svarði því þannig að sitt hlutverk væri að fá nýtanlegan áfanga í D-álmu.
Ellert Eiríksson rakti sögu D-álmu frá 1986 og Jóhann Geirdal taldi sjúkrahúsið of litla einingu rekstrarlega séð.
Hrafnkell Óskarsson sagði að sjúkrahúsið þægi oft ölmusu frá líknarfélögum vegna vanbúnaðar.
Konráð Lúðvíksson læknir ræddi um aukna samvinnu sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu.
Guðmundur Árni Stefánsson sagði samninginn um D-álmu hafa verið gerðan að yfirveguðu ráði og hafi verið skynsamleg ákvörðun. Hvað breyttist hjá fjármálaráðherra sem er sá sami nú og undirritaði samninginn spurði Guðmundur Árni.
Kristmundur Ásmundsson læknir las fundarsamþykkt frá bæjarstjórn Grindavíkur þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að standa við undirritað samkomulag. Skilaboðin frá Suðurnesjum eru því skýr.

Að lokum svaraði heilbrigðisráðherra því til að ekkert hefði komið sér á óvart og ég heyri hvað þið segið. Ég hef ekki rift neinum samningi aðeins sett fram tillögu að áfanga. Ég efa ekki að við náum samningum voru lokaorð ráðherra.

Fundi frestað til næsta dags.

15. Samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Tillögur stjórnar S.S.S. um breytingar á samstarfinu sem eru þessar:

1. gr. þar kemur Reykjanesbær í stað nýja sameinaða sveitarfélagið Keflavík-Njarðvík-Hafnir.

3. gr. Sambandsfundir skulu haldnir tvisvar í stað fjórum sinnum á ári.

5. gr. Stjórnin skal skipuð 5 mönnum og 5 til vara í stað 7 aðalmönnum og 7 til vara.

Viðbót.
Samþykktir stjórnar skulu því aðeins ná fram að ganga að þær séu studdar af aðilum sem bera meirihluta kostnaðar við rekstur sambandsins og hafa meirihluta í stjórn þess.

8. gr. Launanefnd skal kosin í upphafi kjörtímabils sveitarstjórna til fjögurra ára í stað eins árs áður.

Sigurður Jónsson talar fyrir breytingartillögu við 5. gr. samþykktar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Stjórn sambandsins, sem annast málefni þess á milli funda, skal skipuð 5 mönnum og 5 til vara, sem tilnefndir eru af sveitarstjórnarmönnum, einn frá hverri og skulu tilnefningar liggja fyrir á aðalfundi. Stjórnin skiptir með sér verkum.

Samþykktir stjórnar S.S.S., sem eru fjárhagslegs eðlis, þurfa samþykki meiri hluta stjórnar, ásamt samþykki fulltrúa þeirra aðila sem bera meirihluta kostnaðar við rekstur sambandsins hverju sinni, að öðru leiti ræður einfaldur meirihluti stjórnar.

Flutningsmenn. Sigurður Jónsson
Jón Gunnarsson
Sigurður Valur Ásbjarnarson

Tillaga.
Aðalfundur S.S.S. haldinn í Grindavík 13. – 14. október 1995 samþykkir að leggja til við stjórn S.S. og D.S. að á næstu aðalfundum S.S. og D.S. verði lagt til að sett verði inn ákvæði í samþykktir S.S. og D.S. sem séu efnislega á þá leið að samþykktir stjórnar skulu því aðeins ná fram að ganga að þær séu studdar af aðilum sem bera meirihluta kostnaðar eignaraðila við rekstur félaganna og hafa meirihluta í stjórn hennar.

Ennfremur er því beint til stjórnanna að haga formannskjöri á þann veg að fulltrúi frá Reykjanesbæ verði formaður stjórnar annað hvert ár.

F.h. stjórnar S.S.S.
Guðjón Guðmundsson, framkv.stj.

Umræður:

Þessir tóku til máls undir þessum lið.
Jón Gunnarsson, Jóhann Geirdal, Jónína Sanders, Sigurður Bjarnason, Ellert Eiríksson, Kristmundur Ásmundsson og Drífa Sigfúsdóttir.
Þótt allir séu ekki ánægðir er þó mikill máttur í samtökum sem þessum kom fram hjá ræðumönnum.

Afgreiðsla:

Breytingartillaga við 5. gr. samþykkt samhljóða.
8. gr. Launanefnd kosin út kjörtímabil. Samþykkt samhljóða.
Tillaga S.S.S. Samþykkt samhljóða.
Tillögur um breytingar á samstarfinu. Samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri las kveðjur sem bárust frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, undirritað af Birni Hafþóri Guðmundssyni framkvæmda-stjóra og fjórðungssambandi Vestfjarða, undirritað af Eiríki Finni Greipssyni framkvæmdastjóra.

16. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja s.f.

Kynning á hugmyndum um framtíðarlausn sorpeyðingarmála.
Magnús Guðmannsson, verkfræðingur flutti erindi um þessi mál. Samstarf um sorpeyðingarstöðina hófst hjá sveitarfélögunum á Suðurnesjum 1977 og var stöðin tekin í notkun 1979. Uppfyllir hún ekki lengur kröfur um mengunarvarnir. Einnig þarf að byggja flokkunarstöð.

Fyrirspurnir:

Jónína Sanders sagði að ekki yrði komist hjá verulegri fjárfestingu til sorpeyðingarstöðvarinnar. Um það þyrfti að leggja fram tillögur til sveitarstjórna.
Jón Gunnarsson spurði hvað ný brennslustöð kosti? Hvað verður um öskuna?
Ellert Eiríksson taldi að tillit þyrfti að taka til nútímakrafna.
Magnús svaraði því til að kostnaður við nýju línuna eða endurbætur gömlu línunnar hefði ekki verið athugaður. Aska verður alltaf til og verður að reka sorphauga. Gámastöð verður við hliðið.
Guðjón Guðmundsson sagði að mörgum spurningum sé enn ósvarað við nýrri lausn. Þar koma inn í samningar við varnarliðið og nýjar tilskipanir og miklar kröfur frá Brussel.
Magnús Guðjónsson taldi að gott væri að til væri heilstæð lausn á þessu máli.

17. Matarhlé.

(Kl. 13.30 var haldinn aðalfundur Héraðsnefndar Suðurnesja).

18. Flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna.

Fyrstur tók til máls Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson form. Sambands ísl. sveitarfélaga. Flutti hann kveðjur frá sambandinu.

1. ágúst 1996 verður framkvæmdur flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaganna enda ekki borið á verulegri andstöðu. Sveitarfélögin eiga að geta tekið við verkefninu með fullum sóma en nægjanlegt fjármagn þarf að koma frá ríki svo vel fari sagði Vilhjálmur.

Hrólfur Kjartansson fór yfir þróun skólamála á Íslandi. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga þarf að vera sem skýrust. Fræðsluskrifstofur verða lagðar niður og hefur starfsfólki og fræðslustjórum verið sagt upp.

Garðar Jónsson, viðskiptafræðingur Sambands ísl sveitarfélaga lýsti fyrir fundarmönnum með hvaða hætti sveitarfélögin fengju tekjur til að reka grunnskólanna. Kostnaðarnefnd vinnur að þessu en gert er ráð fyrir að útsvar í staðgreiðslu hækki en hlutur ríkisins lækki að sama skapi. Ráðinn verður starfsmaður til Sambands ísl. sveitarfélaga til þess að annast þessi viðskipti er varðar flutning grunnskólans til sveitarfélaganna.

Fyrirspurnir og umræður.

Til máls tóku Ellert Eiríksson, Kristmundur Ásmundsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Jón Gunnarsson. Þar komu fram ýmsar spurningar til framsögumanna þar sem fyrirspyrjendur vildu fá vissu um að hagur sveitarfélaga væri ekki fyrir borð borin.
Framsögumenn fullyrtu að um þessi mál yrði séð af kostgæfni frá hendi sambandsins.

21. Ályktanir – umræður og afgreiðslur.

Tillaga til ályktunar.
„Í tilefni af orðum heilbrigðisráðherra Ingibjargar Pálmadóttur á aðalfundi S.S.S. þann 13. okt. s.l. í Grindavík, ítrekar fundurinn skýra afstöðu sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum um að staðið verði í öllu við samning um D-álmu við Sjúkrahús Suðurnesja sem undirritaður var í apríl s.l.
Aðalfundur S.S.S. krefst þess að nú þegar verði lokið hönnun og undirbúningi útboðsgagna í samræmi við þær hugmyndi sem lágu fyrir við undirritun samnings þannig að framkvæmd hans tefjist ekki meira en orðið er.
Fundurinn felur stjórn S.S.S. að óska nú þegar eftir fundi með fjármála- ráðherra um málið.“

Undir þetta rita.
Hallgrímur Bogason
Sigurður Jónsson
Jón Gunnarsson
Óskar Gunnarsson
Kristján Gunnarsson
Björk Guðjónsdóttir
Drífa Sigfúsdóttir

Samþykkt samhljóða.

22. Önnur mál.

Kristmundur Ásmundsson vakti athygli á því að eftir síðustu alþingiskosningar ættum við engan fulltrúa á ríkisstjórnarfundum þótt við hefðum 12 þingmenn. Rödd okkar þarf að heyrast þar og látum það ekki koma fyrir aftur. Undir þetta tók Sigurður Bjarnason og taldi hann of lítinn tíma á fundinum hafa farið í umræður um atvinnumál.

23. Tilnefningar til stjórnar S.S.S. árið 1995 til 1996.

Reykjanesbær:
Aðalmaður: Drífa Sigfúsdóttir
Varamaður: Steindór Sigurðsson

Grindavíkurbær:
Aðalmaður: Hallgrímur Bogason
Varamaður: Margrét Gunnarsdóttir

Sandgerðisbær:
Aðalmaður: Óskar Gunnarsson
Varamaður: Sigurður V. Ásbjarnarson

Gerðahreppur:
Aðalmaður: Sigurður Jónsson
Varamaður: Sigurður Ingvarsson

Vatnsleysustr.hr.:
Aðalmaður: Jón Gunnarsson
Varamaður: Jóhanna Reynisdóttir

24. Kosnir 2 skoðunarmenn reikninga og 2 til vara.

Tillaga stjórnar er:

Aðalmenn: Ingimundur Guðnason, Gerðahreppi.
Magnús Haraldsson, Reykjanesbæ.

Varamenn: Ingólfur Bárðarson og
Ellert Eiríksson, Reykjanesbæ.

Samþykkt samhljóða.

25. Kosnir 3 fulltrúar í Launanefnd S.S.S. og tveir til vara.

Samkvæmt nýjum samþykktum og ákvörðun fundarins frá í dag gildir kjörið út yfirstandandi kjörtímabil sveitarstjórna.

Tillaga stjórnar er eftirfarandi:

Aðalmenn: Sigurður Jónsson, Gerðahreppi.
Jón Gunnarsson, Vatnsleysustr.hr.
Drífa Sigfúsdóttir, Reykjanesbæ.

Varamenn: Óskar Gunnarsson, Sandgerði.
Hallgrímur Bogason, Grindavík.

Samþykkt samhljóða.

26. Kosnir 4 fulltrúar á ársfund Landsvirkjunar.

Tillaga stjórnar er: Hallgrímur Bogason, Grindavík.
Óskar Gunnarsson, Sandgerði.
Drífa Sigfúsdóttir, Reykjanesbæ.
Guðjón Guðmundsson, S.S.S.

Samþykkt samhljóða.

27. Fundarslit.

Hallgrímur Bogason formaður þakkaði góðan fund svo og starfsfólki. Alltaf mætti segja að einhverjir málaflokkar fengju ekki nægja umfjöllun en úr þessu mætti bæta ef fundarfulltrúar óskuðu þar sem dagskrá væri send út löngu fyrir fund.
Sleit hann síðan 18. aðalfundi S.S.S.

Þess má geta að 38 fulltrúar sátu fundinn og 38 gestir og fréttamenn.

Jón Hólmgeirsson, fundarritari (sign.)