390. fundur SSS 19. október 1995
Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 19. október kl. 15.00.
Mætt eru: Hallgrímur Bogason, Sigurður Jónsson, Drífa Sigfúsdóttir, Jón Gunnarsson, Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
Hallgrímur Bogason setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna.
1. Stjórnin skiptir með sér verkum:
Formaður: Óskar Gunnarsson
Varaformaður: Drífa Sigfúsdóttir
Ritari: Jón Gunnarsson
Óskar Gunnarsson tók við stjórn fundarins.
2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja frá 27/9 1995 lögð fram.
3. Fundargerðir Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 12/10 og 16/10 1995 lagðar fram og samþykktar.
4. Fundargerð Ferðamálasamtaka Suðurnesja frá 12/10 1995 lögð fram.
5. Fundargerðir stjórnar S.S. frá 3/10 og 17/10 1995 lagðar fram.
6. Bréf (2) dags. 25/9 1995 frá Jóhönnu Reynisdóttur sveitarstjóra (lagt fram á 388. fundi.)
Ákveðið að fá á fund stjórnar S.S.S. fulltrúa frá samstarfsnefnd um gönguleiðina “Reykjavegur”.
7. Bréf dags. 26/9 1995 frá Félagi ísl. leikskólakvenna þar sem óskað er eftir samstarfi við S.S.S. hvað varðar mótun skólaþjónustu, þar sem verið er að fjalla um grunn- og leikskólastig. Stjórn S.S.S. þakkar áhugann og er tilbúin til viðræðna.
Framkvæmdastjóra falið að koma þessu á framfæri.
8. Bréf dags. 21/9 1995 frá Vegvísum ehf. varðandi ævintýrakort af Reykjanesskaga sett í ljósakassa með staðsetningu í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Árlegt leigugjald U.S.D. 9000 og samn. að lágmarki til 5 ára.
Erindinu hafnað.
9. Dagskrá samgönguráðstefnu SSH föstudaginn 20. október 1995. Stjórnarmenn sem hafa tök á eru hvattir til að fara.
10. Að loknum aðalfundi S.S.S. 1995 .
a) ályktanir.
Ákveðið að afhenda fjármálaráðherra ályktun um D-álmu á fundi með ráðherra fimmtudaginn 26. október n.k.
b) Skýrsla nefndar um öldrunarmál.
Stjórn S.S.S. þakkar nefndinni fyrir skýrsluna og frekari umfjöllun frestað.
11. Fundur um málefni fatlaðra (um möguleika á framhaldsnámi haldinn í Gerðaskóla 17. okt. 95).
Sigurður Jónsson lagði fram minnispunkta frá fundinum. Óskað er eftir að stjórn S.S.S. tilnefni aðila í nefnd sem starfar að þessum málum.
Sigurður Jónsson tilnefndur.
12. Sameiginleg mál.
Ákveðið að stjórn S.S.S. vinni hugmyndir að samræmdri stefnu sveitarstjórnanna um uppbyggingu í vegamálum.
Guðjón Guðmundsson og Sigurður Jónsson sögðu frá fundi sem þeir áttu með fræðslustjóra. Gengið var frá samkomulagi um vinnu fræðslustjóra um hugmynd að skipa skólamálaskrifstofu fyrir Suðurnes, sbr. 388 fund 5. lið.
Einnig voru sérkennslu- og stuðningskennslumál rædd við fræðslustjóra og þar kom fram að þrátt fyrir að þrengt sé að sérkennslu sé hún innan grunnskólalaga. Menntamálaráðuneytið hefur hafnað óskum fræðslustjóranna um aukningu á sérkennslu. Einnig kom fram hjá fræðslustjóra að menntamálaráðuneytið hefur alfarið hafnað kostnaðarþátttöku vegna stuðningsfulltrúa fyrir fatlaða nemendur. Ráðuneytið telur það alfarið verkefni sveitarfélaganna. Stjórn S.S.S. telur túlkun ráðuneytisins vafasama og óskar eftir umsögn Samb. ísl. sveitarfélaga.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.50.