391. fundur SSS 9. nóvember 1995
Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 9. nóvember kl. 15.00.
Mættir eru: Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Drífa Sigfúsdóttir, Hallgrímur Bogason, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
Í framhaldi af fundum sem stjórn S.S.S. hefur átt með fjármálaráðherra og þingmönnum Reykjaneskjördæmis er það von stjórnar að sjónarmið Suðurnesjamanna, varðandi byggingu D-álmu við S.H.S., hafi loksins komist til skila.
Þingmenn kjördæmisins hafa lofað öflugum stuðningi við málið og þakkar stjórn S.S.S. þingmönnum góðan skilning á sjónarmiðum sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum og treystir því að unnið verði að málinu af fullum þunga. Samningurinn um byggingu D-álmu var undirritaður þann 3. apríl 1995. Allar hugmyndir um breytingar á samkomulaginu í trássi við vilja heimamanna, er í raun brot á honum.
Stjórnin lýsir undrun sinni á umræðum fjármálaráðherra á Brosinu þann 8. nóv. s.l. þar sem lýsing forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á fundinum með ráðherra var sönn að öllu leyti og ekkert ofsagt.
1. Gönguleiðin “Reykjavegur” sbr. 389. stjórnarfund S.S.S.
Málinu frestað til næsta fundar þar sem Pétur Rafnsson kom ekki á fundinn.
2. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 30/10 1995 ásamt gjaldskrá og fjárhagsáætlun næsta árs. Fjárhagsáætlun vísað til fjárhagsnefndar S.S.S.
3. Fundargerð Brunavarna Suðurnesja frá 27/9 1995. Lögð fram.
4. Fundargerð Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 18/10 1995 lögð fram og samþykkt.
5. Fundargerð Markaðs- og atvinnumálanefndar frá 19/10 1995 lögð fram.
6. Bréf dags. 17/10 1995 frá Þór Þórarinssyni framkv.stj. Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra varðandi beiðni um fjárstuðning til að mæta útgjöldum þjónustuþega í skammtímavist. Sveitarfélögin á Suður-nesjum hafa hvert í sínu lagi veitt styrki til þessara málefna og á því erindið heima á þeim vettvangi.
7. Bréf dags. 18/10 1995 frá Magnúsi Guðjónssyni framkv.stj. H.E.S. varðandi umsögn um erindi Sýslumannsins í Keflavík þar sem lagt er til að H.E.S. fari með framkvæmd á eyðingu vargfugls, minka og refa.
Ákveðið að boða formann og framkvæmdastjóra H.E.S. á næsta fund.
8. Bréf dags. 25/10 1995 frá umhverfisráðuneytinu varðandi uppl. sem fylgja þurfa staðfestingu á gjaldskrá.
Erindið sendist til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
9. Bréf dags. 3/11 1995 frá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra þar sem Hreppsnefnd Gerðahrepps skorar á stjórn S.S.S. að taka það til alvarlegrar skoðunar hvort rétt sé að breyta um stefnu hvað varðar samningana. Meta þarf hvort heppilegra sé að taka samningagerð heim í stað þess að fela Launanefnd sveitarfélaga umboð til samningagerðar. Ennfremur telur hreppsnefnd Gerðahrepps rétt að meta hvort starfsmat sé rétta leiðin til að raða starfsmönnum í launaflokk.
Samþykkt að vísa erindinu til launanefndar S.S.S.
10. Bréf dags. 6/11 1995 frá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra þar sem hreppsnefnd Gerðahrepps tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í skýrslu nefndar um öldrunarmál á Suðurnesjum. Einnig telur hreppsnefndin eðlilegt að þær hugmyndir sem nefndin leggur til verði hafðar að leiðarljósi við frekari uppbyggingu öldrunarþjónustu á Suðurnesjum. Lagt fram.
11. Starfshættir stjórnar S.S.S. í framhaldi af breytingum og umræðum á aðalfundi S.S.S. Formaður lagði fram hugmyndir að breyttum starfsháttum stjórnar S.S.S. Ákveðið að stjórnarfundir verði að jafnaði einu sinni í mánuði.
12. Sameiginleg mál.
Lögð voru fram gögn um flutning grunnskólans til sveitarfélaganna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.15.