fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

392. fundur SSS 30. nóvember 1995

 Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 30. nóvember kl. 15.00.

Mætt eru: Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.

Aðalmaður og varamaður Reykjanesbæjar boðuðu forföll.

Dagskrá:

1. Gönguleiðin “Reykjavegur” sbr. 389. stjórnarfund S.S.S. 
Pétur  Rafnsson form. Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðis og Jóhann D. Jónsson ferðamálafulltrúi komu á fundinn og skýrðu hugmyndir um framkvæmd við gönguleiðina.  Afgreiðsla þessa máls mun fara fram í hverju sveitarfélagi.

2. Bréf dags. 16/11 1995 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um gatnagerðargjöld.  Stjórnin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

3. Bréf dags. 16/11 1995 frá Jóhanni Einvarðssyni framkv.stj. S.H.S. og H.S.S. þar sem fram kemur að heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita allt að 6 millj. kr. framlag til viðhalds á húsnæði stofnananna.  Málinu vísað til Fjárhagsnefndar S.S.S.

4. Bréf dags. 21/11 1995 frá Brynjólfi Jónssyni framkv.stj. Skógræktarfélags Íslands þar sem m.a. kemur fram að sveitarfélög og samtök þeirra á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu komi í höfn því verkefni sem lengi hefur verið unnið að, að öll lausaganga búfjár á Reykjanesi verði aflögð eigi síðar en 1996.
Fulltrúi Grindavíkur bendir á að lausaganga búfjár sé mál einstakra sveitarstjórna og eigi  þetta erindi því að berast sveitarstjórnum til afgreiðslu.  Erindið framsent til Grindavíkur.

5. Fundargerð Öldrunarnefndar Suðurnesja frá 8/11 1995.  Lögð fram.

6. Fundargerð Launanefndar S.S.S. frá 9/11 1995 lögð fram og samþykkt.

7. Samgöngumál.
Umræðu frestað.

8. Atvinnuþróun – uppgjör við AS, FSS og MOA.
Málið rætt.  Ákveðið að Sigurður Jónsson, Guðjón Guðmundsson og Drífa Sigfúsdóttir vinni að málinu.

9. Fyrstu drög að fjárhagsáætlun S.S.S. fyrir árið 1996.  Málið rætt og vísað til Fjárhagsnefndar S.S.S.

10. Sameiginleg mál.
Ræddur var flutningur grunnskólans.

Ákveðið að næsti fundur verði 14. desember.

Fleira ekki gert og fundi slitlið kl. 17.45.