fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

393. fundur SSS 12. desember 1995

 Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn S.S.S. þriðjudaginn 12. desember kl.. 11.30 að Vesturbraut 10a.

Mætt eru: Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Drífa Sigfúsdóttir, Jón Gunnarsson og Guðjón Guðmundsson framkv.stj., Hallgrímur Bogason forfallaður svo og hans varamaður.

Einnig mætt á fundinn Anna Margrét Guðmundsdóttir formaður stjórnar S.H.S. og Jóhann Einvarðsson framkvæmdastjóri S.H.S.

Dagskrá:

1. Málefni D-álmu.
Formaður fjárlaganefndar Alþingis boðaði í gærkvöldi til fundar  fyrrum viðræðunefnd um D-álmu þau Drífu Sigfúsdóttur, Jón Gunnarsson og Sigurð Val Ásbjarnarson.  Einnig sátu fundinn varaformaður fjárlaganefndar, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis og ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis svo og framkvæmdastjóri S.S.S. Tilefni fundarins var hvort aðilar samnings um D-álmu væru reiðubúnir til breytinga á samningnum  sem leiða til frestunar á framkvæmdum gegn nýjum samningi.
Samningsdrög sem lögð voru fram á fundinum voru óaðgengileg að mati Suðurnesjamanna.  Eftir viðræður var ákveðið að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis sendi minnisblað um hugsanlegar breytingar á skrifstofu S.S.S. að morgni 12. desember.
Farið var yfir minnisblaðið og gerðar á því veigamiklar breytingar  og það sent aftur sömu aðilum og sátu ofangreindan fund f.h. ríkisins.  Við yfirferð á minnisblaðinu var haft samráð við formann stjórnar S.H.S. og framkvæmdastjóra S.H.S.

Ekki hefur borist svar við minnisblaðinu vegna þröngra tímamarka er viðræðunefndinni falið að fylgja málinu eftir og gera stjórninni grein fyrir framgangi mála svo fljótt sem auðið er.  Haft símsamband við Hallgrím Bogason og var hann samþykkur málsmeðferð og efni minnisblaðs.

Fleira ekki gert og fundi slitið 12.45.