403. fundur SSS 27. júní 1996
Árið 1996 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 27. júní kl. 15.00.
Mætt eru: Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Drífa Sigfúsdóttir, Hallgrímur Bogason, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 9/5 1996 lögð fram.
2. Fundargerð starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 23/5 1996, lögð fram og samþykkt.
3. Bréf dags. 7/6 1996 frá menntamálaráðuneytinu varðandi menntaþing 5. október n.k. Lagt fram.
4. Bréf dags. 3/6 1996 frá Þórði Skúlasyni framkv.stj. Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi erindi umboðsmanns barna um sumarnámskeið fyrir börn og vinnuskóla sveitarfélaga. Stjórn S.S.S. tekur undir það álit sem fram kom í umræðum á stjórnarfundi Sambands ísl. sveitarfélaga sbr. bréfið, að eðlilegast sé að hver sveitarstjórn sitji sér sínar eigin reglur vegna þessarar starfsemi.
5. Bréf dags. 4/6 1996 frá Kristínu Ásgeirsdóttur formanni félagsmálanefndar Alþingis ásamt frumvarpi til laga um sveitarstjórnarlög, 448. mál, heiti sveitarfélaga. Stjórn S.S.S. tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
6. Bréf dags. 4/6 1996 frá Kristínu Ásgeirsdóttur formanni félagsmálanefndar Alþingis ásamt frumvarpi til laga um atvinnuúrræði fyrir atvinnulaust fólk, 411. mál. Stjórn S.S.S. telur mikilvægt að leitað verði að atvinnuúrræðum fyrir atvinnulaust fólk en telur að sú útfærsla sem hér er lögð til þurfi nánari skoðunar við.7. Bréf (afrit) til Launanefndar Samb. ísl. sveitarfélaga dags. 29/5 1996 frá Þorvarði Hjaltasyni framkv.stj. SASS varðandi kjaramál starfsmanna stofnana sem heyra undir SASS eða reknar í tengslum við samtökin. Lagt fram.
8. Bréf (afrit) til þingmanna Norðurlandskjördæmis vestra dags. 14/5 1996 frá Bjarna Þór Einarssyni framkv.stj. SSNV varðandi endurskoðun á lögum um framhaldsskóla. Lagt fram.
9. Tilkynningar og boð á aðalfundi landshlutasamtaka.
SSNV 23. – 24. ágúst n.k. að Löngumýri.
Eyþing 29. – 30. ágúst n.k. að Hrafnagili.
SSA 29. – 30. ágúst n.k. í Neskaupstað.
SSH 19. október n.k. í Mosfellsbæ.
Stjórnin samþykkir að senda fulltrúa eftir því sem við verður komið.
10. Gögn frá Vegagerðinni.
Málið rætt. Ákveðið að taka málið upp á næsta fundi.
11. Tilnefning í stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Frestað.
12. Sameiginleg mál.
Næsti stjórnarfundu ákveðinn 22. ágúst.
Rætt um aðalfund S.S.S. 1996.
Formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.45.