fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

402. fundur SSS 23. maí 1996

 Árið 1996 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 23. maí kl. 15.00.

Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir,  Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Aðalmaður og varamaður Sandgerðis boðuðu forföll.  Drífa Sigfúsdóttir stýrði fundi í forföllum formanns.

Dagskrá:

1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 23/3 1996 lögð fram.

2. Fundargerð starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 30/4 1996  lögð fram og samþykkt.

3. Fundargerðir Öldrunarnefndar Suðurnesja frá 22/4, 30/4 og 14/5 1996 lagðar fram.

4. Fundargerð Fjárhagsnefndar S.S.S. frá 13/5 1996 lögð fram og samþykkt.

5. Bréf dags. 18/4 1996 frá menntamálaráðuneytinu þar sem athygli er vakin á því að efnt verður til Menntaþings 5. október n.k.

6. Bréf dags. 28/3 1996 frá Guðjóni Ingva Stefánssyni framkv.stj. SSV varðandi ráðstefnu um áhrif Hvalfjarðarganga.  Guðjóni Guðmundssyni falið að fylgjast með málinu.

7. Bréf dags. 2/5 1996 frá Jórunni Guðmundsdóttur form. öldrunarnefndar þar sem fram kemur að áformað er að halda ráðstefnu um öldrunarmál.  Eftir að bréfið var ritað var ákveðið að fresta ráðstefnunni til hausts.  Stjórn S.S.S. óskar eftir því við öldrunarnefnd að hún sendi nánari áætlun um útgjöld.

8. Bréf dags. 2/5 1996 frá Jóhanni D. Jónssyni ferðamálafulltrúa varðandi Ferðamálaráðstefnu Íslands sem haldin verður í Reykjanesbæ 3. og 4. október.

9. Bréf dags. 9/5 1996 frá Jóhönnu Reynisdóttur sveitarstjóra varðandi hugsanlega setningu reglugerðar um kattahald.
Stjórn S.S.S. samþykkir að tilnefna Jón Gunnarsson til að skoða málið og óskar eftir því að H.E.S. tilnefni einnig fulltrúa og verði niðurstaða þeirra lögð fyrir næsta fund.  Ákveðið verður þá hvort erindið verður sent til sveitarstjórnanna.

10. Sameiginleg mál.

Sigurður Jónsson sagði frá námsstefnu SASS um breytingar á starfsemi sveitarfélaganna í kjölfar yfirfærslu grunnskólans frá ríki til sveitarfélaganna og lagði fram fundagerð frá fundinum.

Stjórn S.S.S. hélt fund um flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaganna í Fjölbrautaskólanum 17. maí s.l.  Telur stjórnin að fundurinn hafi tekist mjög vel.

Lagt var fram bréf dags. 14/5 1996 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi kynningarfund um útreikning kennaralauna.  Einnig var lagt fram bréf og dagskrá að kynningarfundi og námskeiði vegna yfirfærslu grunnskólans

Bréf dags. 23/5 1996 frá Hafnarfjarðarbæ varðandi sumarbeit í Krýsuvík og áburðargjöf því tengdu.  Lagt fram.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja 20 ára.
Ákveðið að færa skólanum peningagjöf að upphæð kr. 200.000.- fyrir hönd sveitarfélaganna sem tekin verður af liðnum “Sérstök verkefni”.
  Varaformanni í forföllum formanns falið að ávarpa og afhenda gjöfina við þetta tilefni.

Nokkrar umræður urðu um framgang mála er varða samskipti skólamála-skrifstofu Reykjanesbæjar og hinna sveitarfélaganna.

Rætt um lýsingu Reykjanesbrautar og fyrirhugaða lagningu vegar til Garðs og Sandgerðis.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.40.