fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

401. fundur SSS 18. apríl 1996

 Árið 1996 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 18. apríl kl. 15.00.

Mætt eru:  Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.  Aðalmaður og varamaður Sandgerðis boðuðu forföll.  Drífa Sigfúsdóttir stýrði fundi í forföllum formanns.

Dagskrá:

1. Fundargerðir starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 19/3, 25/3 og 27/3 1996.  Lagðar fram og samþykktar.

2. Bréf dags. 22/3 1996 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, ásamt frumvarpi til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 372. mál.    Lagt fram á síðasta fundi.
Stjórn S.S.S. tekur ekki afstöðu til einstakra greina frumvarpsins en styður þau sjónarmið að réttindi, skyldur og starfskjör skulu vera þau sömu hjá ríki, sveitarfélögunum og á almennum vinnumarkaði.

3. Bréf (afrit) dags. 28/3 1996 frá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra varðandi skipulag á uppbyggingu öldrunarþjónustu á Suðurnesjum.  Lagt fram.

4. Bréf dags. 11/4 1996 frá Þorvarði Hjaltasyni framkv.stj. S.A.S.S. varðandi fyrirhugaða námsstefnu á Selossi um breytingar á starfsemi sveitarfélaganna í kjölfar yfirfærslu grunnskólans frá ríki til sveitar-félaganna .  Ákveðið að Sigurður Jónsson sitji námsstefnuna fyrir hönd S.S.S.

5. Fyrirhugaður fundur á vegum S.S.S. um fulltrúa grunnskólans.
Ákveðið að fundurinn verði föstudaginn  10. maí n.k.

6. Samgöngumál.
Stjórn S.S.S. samþykkir að óska eftir því við umdæmisstjóra Vega-gerðarinnar í Reykjaneskjördæmi að fá afhent gögn um vegamál svæðisins.

7.  Sameiginleg mál.
Lagður var fram bæklingur sem gefinn var út í tilefni 20 ára afmælis SSH sem dreift var í afmælishófi samtakanna 4. apríl s.l.  Drífa Sigfúsdóttir flutti kveðju S.S.S. af því tilefni.

Samþykkt að skoða þá hugmynd að gefa út fréttabréf S.S.S. til sveitastjóramanna á Suðurnesjum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.15.