415. fundur SSS 27. janúar 1997
Árið 1997 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 27. janúar kl. 15.00.
Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Ingvarsson, Pétur Brynjarsson, Jón Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 1997.
Fyrri umræða.
Ellert Eiríksson, Sigurður Jónsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Jón Gunnar Stefánsson fulltrúar í Fjárhagsnefnd S.S.S. sátu fundinn undir þessum lið.
Formaður kynnti tillögurnar og lagði fram fundargerðir Fjárhagsnefndar S.S.S. 131. – 140. fundar. Jóni Gunnarssyni og Drífu Sigfúsdóttur falið að fara yfir þau atriði sem Fjárhagsnefnd tók ekki afstöðu til og koma með tillögur.
Fjárhagsáætlanirnar ræddar og vísað til seinni umræðu og afgreiðslu.
2. Bréf dags. 6/1 1997 frá bæjarráði Reykjanesbæjar ásamt frumvarpi til laga um tryggingasjóð einyrkja (frh. frá síðasta fundi). Jóni Gunnarssyni falið að gefa umsögn um frumvarpið á næsta fundi.
3. Bréf dags. 17/1 1997 frá undirbúningshópi um Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Erindinu vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.55.