fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

414. fundur SSS 23. janúar 1997

 Árið 1997 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 23. janúar,  kl. 16.00.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Pétur Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Jón Gunnarsson stýrði fundi í forföllum formanns.

Dagskrá:

1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 12/12 1996 lögð fram.

2. Fundargerð Launanefndar S.S.S. frá 12/12 1996 lögð fram og samþykkt.

3. Fundargerð Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 13/1 1997 lögð fram og samþykkt.

4. Bréf dags. 18/12 1996 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu í svæðisráð um málefni fatlaðra (SSH tilnefnir 2)

   Aðalmaður: Svava Pétursdóttir, Sandgerðibæ
   Varamaður: Einar Guðberg, Reykjanesbæ.

5. Bréf dags. 15/1 1997 frá Gísla Gíslasyni, bæjarstjóra Akranesi ásamt tillögu bæjarstjórnar Akraness um að teknar verði upp viðræður við ríkið um að húsaleigubótakerfið verði hluti af almennu bótakerfi ríkisins.
Stjórn S.S.S. tekur undir tillögu bæjarstjórnar Akraness.

6. Bréf dags. 10/1 1997 frá undirbúningshópi um Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.   Afgreiðslu frestað.

7. Bréf dags.11/12 1996 frá allsherjarnefnd Alþingis ásamt þingsályktunartillögu um flutning ríkisstofnana 17. mál.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

8. Bréf dags. 6/1 1997 frá bæjarráði Reykjanesbæjar ásamt frumvarpi til laga um tryggingasjóð einyrkja.  Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

9. Bréf dags. 18/12 1996 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt gögnum varðandi 4. lið yfirlýsingarinnar sem er um vistun fatlaðra forskólabarna og stofnkostnað og viðhald sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva er framkvæmdastjóra falið að afla gagna.

10. Bréf dags. 18/12 1996 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt skýrslum um breytingar á lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.  Lagt fram.

11. Bréf (afrit) dags. 12/12 1996 frá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra Gerðahrepps þar sem hreppsnefnd Gerðahrepps leggur áherslu á að framkvæmdir á vegum B.S. verði boðnar út eins og hjá öðrum.  Lagt fram.

12. Bréf (afrit) dags. 12/12 1996 frá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra Gerðahrepps varðandi fundargerð stjórnar D.S. frá 21.11.96.  Lagt fram.

13. Bréf dags. 20/12 1996 frá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra varðandi álagningu gjalda 1997.  Lagt fram.

15. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 1997.  Farið yfir fjárhagsáætlun S.S.S.  Frestað til næsta fundar og vísað til fjárhagsnefndar S.S.S.

16. Sameiginleg mál.
a)  Stjórn S.S.S. felur viðræðuhópi um húsnæðismál að ganga til viðræðna við Reykjanesbæ um húsnæðið á Fitjum.

Steindór Sigurðsson vék af fundi.

14. Landgræðsla á Suðurnesjum.
Sveinn Runólfsson, Andrés Arnalds og Guðjón Magnússon komu á fundinn og kynntu stöðu landgræðsluáætlunnar fyrir svæðið.  Miklar umræður urðu um málið.

Fleira ekki gert  – fundi slitið kl. 18.40.