fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

413. fundur SSS 12. desember 1996

 Árið 1996 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 12. desember kl. 15.00.

Mætt eru:  Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Pétur Brynjarsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð Launanefndar S.S.S. frá 5/12 1996, lögð fram og samþykkt.

2. Bréf dags 28/11 1996 frá Umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um landmælingar og kortagerð.  Stjórnin mælir með að frumvarpið verði samþykkt.

3. Stjórn D.S. kom á fundinn ásamt framkvæmdastjóra. 
Sigurður Valur Ásbjarnarson sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn D.S. var gerð grein fyrir þeirri grein samningsins sem snertir Garðvang.

4. Sameiginleg mál.
Óskað hefur verið eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins vegna reksturs sjúkrahúss og heilsugæslu.
Rætt um móttökuskilyrði á svæðinu fyrir sjónvarpsstöðvar.
Stjórn S.S.S. leggur til að fram fari skoðun á því hvernig sveitarfélögin standi best að því að sinna þörfum aldraðra íbúa á svæðinu.

Útvarpsstöðin Brosið óskaði eftir kostun á þætti á sunnudag milli jóla og nýárs um  annál ársins.  Samþykkt allt að 40 þús. kr.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 1.6.50.