fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

421. fundur SSS 29. maí 1997

Árið 1997 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suður-nesjum fimmtudaginn 29. maí kl. 13.00.

Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Pétur Brynjarsson, Jón Gunnarsson,  Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Vegamál á Suðurnesjum.
Kristján Pálsson alþingismaður kom á fundinn að eigin ósk og ræddi vegamál kjördæmisins m.a. tvöföldun Reykjanesbrautar.

2. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 2/5 1997.  Lögð fram og samþykkt.

3. Bréf dags. 12/5 1997 frá Starfsmannafélagi Suðurnesjabyggða þar sem tilkynnt er að kjarasamningur milli SFSB og launanefndar sveitarfélaga hefur verið samþykktur.

4. Bréf dags. 12/5 1997 frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum ásamt dagskrá um ráðstefnu.  Lagt fram.

5. Bréf dags. 25/4 1997 frá Eyþingi um aðalfund 5. júní n.k.  Lagt fram.

6. Bréf dags. 20/5 1997 frá Margréti Sanders fulltrúa í stjórn SHS og HSS þar sem Margrét segir sig úr stjórn  SHS og HSS.  Í hennar stað er skipuð Björk Guðjónsdóttir.

7. Bréf (afrit) dags. 21/5 1997 varðandi fyrirspurn um þjónustu heilsugæslu við grunnskóla.  Lagt fram.

8. Bréf (afrit) dags. 16/5 frá Árna Ragnari Árnasyni alþingismanni varðandi umræðu um Bláa lónið.  Lagt fram.

9. Bréf dags. 22/5 1997 frá Grími Sæmundsen framkvæmdastjóra Bláa lónsins varðandi öryggi baðgesta við Bláa lónið.  Málinu frestað og ákveðið að óska eftir fundi með heilbrigðisnefnd.

10. Bréf (afrit) dags. 13/5 1997 frá SSA varðandi niðurskurð á þjónustu Póst og síma h.f. á Borgarfirði eystra.

11. Framtíðarskipan öldrunarmála á Suðurnesjum.  Framhald frá síðasta fundi.
Málið rætt og unnið verður áfram að málinu.

12. Sameiginleg mál.
Stjórn S.S.S. þakkar sveitarstjórnarmönnum á höfuðborgarsvæðinu fyrir móttökurnar þann 23. maí s.l.

Lagt var fram samkomulag um vörslu búfjár í Vatnsleysustrandarhreppi.  Umræðum frestað til næsta fundar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.40.