422. fundur SSS 2. júní 1997
Árið 1997 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 2. júní kl. 12.00.
Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Pétur Brynjarsson, Jón Gunnarsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Jón A. Jóhannsson formaður Heilbrigðisnefndar Suðurnesja og Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja komu á fundinn sbr. 8. lið síðasta fundar.
Á fundinum var fulltrúum H.E.S. afhent afrit af bréfi dags. 22/5 1997 frá Grími Sæmundsen framkv.stj. Bláa lónsins h.f. til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, varðandi öryggi baðgesta við Bláa lónið. Óskað er eftir að fulltrúar í Heilbrigðisnefnd fái bréfið afhent á fundi síðar í dag.
Nokkrar umræður urðu um málið.
2. Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja h.f.
Staða félagsins kynnt. Óskað eftir því að stjórn A.S. leggi fram tillögur um framtíð félagsins.
3. Samkomulag (drög) um vörslu búfjár í Vatnsleysustrandarhreppi dags. 22/5 1997 sem leysir af hólmi eldra samkomulag dags. 15/5 1992. Samþykkt.
4. Tilkynning um málþing Búseta 3. júní 1997. Lagt fram.
5. Framtíðarskipan öldrunarmála á Suðurnesjum. Framhald frá síðasta fundi.
Málið rætt.
Fleira ekki gert og fundi slitið k. 13.50.