424. fundur SSS 4. september 1997
Árið 1997 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 4. sept. kl.15.00.
Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framk.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Farið yfir rekstrarstöðu samrekinna stofnana fyrstu 6 mánuði ársins. Finnbogi Björnsson framkv.stj. D.S. kom á fundinn og lagði fram yfirlit yfir rekstur Hlévangs fyrstu 6 mánuði ársins.
Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri kom á fundinn og lagði fram yfirlit yfir rekstur Brunavarna Suðurnesja fyrstu 6 mánuði ársins.
Magnús H. Guðjónsson framkv.stj. Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kom á fundinn og skýrði stöðu rekstrar Heilbrigðiseftirlitsins.
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri S.S.S. og S.S. skýrði frá rekstrarstöðu S.S.S. og Sorpeyðingarstöðvarinnar.
2. Launaþróun í kjölfar samninga.
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri lagði fram yfirlit yfir launaþróun samrekinna stofnana.
3. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 18/6 1997 lögð fram og samþykkt.
4. Fundargerð starfskjaranefndar S.S.S. og SFSB frá 11/6 1997.Varðandi 3. mál fundargerðarinnar þar sem fram kemur að samræmdu starfsmati muni ljúka í ágúst, því er ekki enn lokið. Krefst stjórn S.S.S. þess að þessari vinnu verði lokið ekki seinna en 20. sept.
Samþykkt að senda til allra nefndarmanna.
5. Fundargerðir Ferlinefndar fatlaðra á Suðurnesjum frá 30/1, 2/2, 10/4, 14/4, 7/5 1997 lagðar fram.
6. Bréf dags. 4/6 1997 frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er að Björk Guðjónsdóttir hefur verið skipuð í stjórn Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Suðurnesja frá og með 1. ágúst s.l. til 30. júní 1998.
7. Bréf dags. 15/8 1997 frá félagsmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að S.S.S. tilnefni tvo fulltrúa og jafnmarga til vara í svæðisráð svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja í Reykjanesbæ. Samþykkt að tilnefning liggi fyrir á næsta fundi.
8. Bréf dags. 1/7 1997 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt upplýsingum um tilnefningar sambandsins í nefndir sem Félagsmálaráðherra mun skipa til að undirbúa yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga. Lagt fram.
9. Bréf dags. 20/8 1997 frá félagsmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir að S.S.S. í samráði við SSH beiti sér fyrir skipun “landshlutanefndar” í því skyni að undirbúa yfirtöku sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi á þjónustu við fatlaða. Ákveðið að hafa samráð við SSH og tilnefna í framhaldi af því.
10. Bréf dags. 24/7 1997 frá Sögufélagi Suðurnesja þar sem óskað er eftir 150.000.- styrk vegna útgáfu árbókar. Samþykkt og ákveðið að taka þetta af liðnum “sérstök verkefni”.
11. Bréf dags. 24/6 1997 frá Sandgerðisbæ varðandi úrkomukort fyrir útreikninga á skúrum á Reykjanesi.
Málinu frestað og framkvæmdastjóra falið að afla gagna.
12. Bréf dags. 8/7 1997 frá Reykjanesbæ varðandi leigu á húsnæði bæjarins á Fitjum.
Húsnæðisnefndinni falið að koma með tillögur að húsnæðisþörf og nákvæma kostnaðaráætlun.
13. Bréf dags. 30/7 1997 frá Fornleifastofnun Íslands varðandi fornleifaskráningu. Lagt fram til kynningar.
14. Bréf dags. 18/7 1997 um framhald vinnu eftir ráðstefnu um byggðamál sem haldinn var á Akureyri 22. – 23. apríl 1997 þar sem óskað er eftir að fá álit frá landshlutasamtökum sem innlegg í umræður og aðgerðir í byggðamálum.
Afgreiðslu frestað.
15. Bréf dags. 5/8 1997 frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja þar sem óskað er eftir tilnefningu stjórnar S.S.S. í stjórn FSS.
Aðalmaður: Reynir Sveinsson, Sandgerði
Varamaður: Steindór Sigurðsson, Njarðvík.
16. Bréf dags. 7/8 1997 frá Markaðs og atvinnumálnefnd Reykjanesbæjar ásamt bókun um ferðaþjónustu á Suðurnesjum.
Í framhaldi af bókun Markaðs og atvinnumálanefndar Reykjanesbæjar skorar stjórn S.S.S. á stjórnvöld að aflétta þeirri einokun á afgreiðslu flugs á Keflavíkurflugvelli sem verið hefur.
17. Bréf dags. 30/6 1997 frá Sambandi ísl sveitarfélaga ásamt gögnum um um lífeyrismál. Lagt fram.
18. Bréf (afrit) dags. 7/7 1997 frá SSA varðandi áform um niðurskurð til héraðsjúkrahúsa á landsbyggðinni. Lagt fram.
19. Bréf dags. 31/7 1997 frá S.S.N.V., varðandi verkefni landshlutanefnda við yfirfærslu á málefnum fatlaðra.
Í bréfinu kemur fram að mikilvægt er að kjörnir sveitarstjórnarmenn verði tilnefndir í þessar nefndir.
Stjórn SSS tekur undir þetta sjónarmið.
20. Bréf dags. 13/8 1997 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um viðmiðunarreglur við kostnað við skólagöngu nemenda utan lögheimilis sveitarfélaga.
21. Frá fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum mun taka við leiðsögn í samstarfi landshlutasamtakanna á næsta ári. Stefnt er að því að fyrsti fundur sem S.S.S. mun undirbúa og sjá um verði haldinn í tengslum við Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í nóvember n.k.
22. Bréf dags. 26/8 1997 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi kynningu á skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Lagt fram.
23. Bréf dags. 25/8 1997 frá fjármálaráðuneytinu varðandi námskeið um reglur EES – samningsins um opinber innkaup. Lagt fram.
24. Málefni Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Sigurður Jónsson gerði grein fyrir stöðu félagsins.
25. Aðalfundur S.S.S. 1997.
Rætt um fyrirkomulag og fundarefni.
Ákveðið að fundurinn verði 10. og 11. okt. í Reykjanesbæ.
26. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.45.