425. fundur SSS 2. október 1997
Árið 1997 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 2. október, kl. 15.00.
Mætt eru: Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Pétur Brynjarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari. Jón Gunnarsson stýrði fundi í fjarveru formanns.
Dagskrá:
1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 18/6 1997 lögð fram og samþykkt.
2. Bréf dags. 4/6 1997 frá Þroskahjálp á Suðurnesjum, þar sem óskað er eftir styrk vegna 20 ára afmælis Þ.S. Samþykkt að veita styrk að upphæð
kr. 25.000.-.
3. Bréf dags. 10/9 1997 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi sálfræðileg meðferðarúrræði fyrir nemendur grunnskólans. Lagt fram.
4. Bréf dags. 22/9 1997 frá SSH ásamt dagskrá aðalfundar SSH.
Formaður eða framkvæmdastjóri munu sitja fundinn ef þau koma því við.
5. Bréf (afrit) dags. 2/9 1997 frá SSH, varðandi eyðingu vargfugls á Suðvesturlandi. Lagt fram.
6. Bréf (afrit) dags. 23/9 1997 frá SSH til félagsmálaráðherra varðandi skipan og verkefni landshlutanefnda til að undirbúa yfirtöku sveitarfélaga á málefnum fatlaðra. Lagt fram.
7. Bréf dags. 4/7 1997 frá SSNV um rekstrargrundvöll farskóla. Þar sem stjórn SSNV óskar eftir samstöðu um að knýja fram breytingar á lögum um framhaldsskóla sem tryggi óbreytta þátttöku ríkissjóðs í rekstri farskólanna frá því sem var fyrir gildistöku laganna nr. 80/1996.
Stjórn S.S.S. tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í bréfinu.
8. Bréf (afrit) dags. 22/9 1997 frá menntamálaráðuneytinu til F.S. um stofnun Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Lagt fram.
Jafnframt var farið yfir skipulagsskrá Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og samþykkt að gerast stofnaðilar.
9. Bréf dags. 20/8 1997 frá félagsmálaráðuneytinu (skipun landshluta-nefndar vegna yfirtöku á þjónustu við fatlaða).
Málinu frestað sbr. 6. lið fundargerðarinnar.
10. Bréf dags. 15/8 1997 frá félagsmálaráðuneytinu (framhald frá síðasta fundi) tilnefning í svæðisráð skv. lögum nr. 13/1997 ( 2 aðal og 2 til vara).
Aðalmenn: Guðmundur Pétursson
Anna María Sigurðardóttir
Varamenn: Gunnar Sigfússon
Ragnheiður Júlíusdóttir
Drífa Sigfúsdóttir tók við stjórn fundarins
11. Aðalfundur S.S.S. 1997.
Rætt um fyrirkomulag og fundarefni. Fundurinn verður í Reykjanesbæ 31. okt. og 1. nóvember n.k.
12. Ársreikningur S.S.S. 1996.
Ársreikningur lagður fram á fundinum til fyrri umræðu. Samþykkt að vísa honum til síðari umræðu á næsta fundi stjórnar S.S.S.
13. Sameiginleg mál.
Lagðar fram fundargerðir launanefndar S.S.S. 16/9, 22/9 og 1. okt. ásamt samningi við Sjúkraliðafél. Íslands. Samþykkt.
Fulltrúi í starfskjaranefnd upplýsti á fundinum að starfsmatsnefnd hefði lokið samræmdu starfsmati.
Rætt um húsnæðismál.
Verið er að túlka hugsanlega framtíðaraðstöðu S.S.S. og H.E.S. að Fitjum. Endanleg ákvörðun verður tekin þegar kostnaðaráætlun og teikningar liggja fyrir.
Fleira ekki gert og fundi slitið. kl. 17.00.