fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

426. fundur SSS 24. október 1997

Árið 1997 var fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suður-nesjum föstudaginn 24. október kl. 14.00.

Mætt voru:  Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Pétur Brynjarsson, Drífa Sigfúsdóttir og Guðjón Guðmundsson framkv.stj.

Dagskrá:

1. Fundargerð Launanefndar S.S.S. frá 16/10 1997.  Samþykkt.

2. Bréf dags. 8/10 1997 frá Sýslumanninum í Keflavík þar sem óskað er eftir að Héraðsnefnd Suðurnesja tilnefni 2 menn í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga samkv. 12. gr. lögreglulaga nr. 90/1996.  Ákveðið að tilnefning liggi fyrir á næsta fundi.

3. Bréf dags. 6/10 1997 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kynningarfund á skipulags- og byggingarlögum.
Fundurinn verður fimmtudaginn 6/11 n.k. á Kaffi Iðnó, Reykjanesbæ
kl. 15.00.

4. Bréf dagsett 2/10 1997 frá Landssamtökunum Þroskahjálp ásamt dagskrá málþings með yfirskriftinni “fatlaðir og sveitarfélögin”  sem verður þann 25. okt. n.k.

5. Bréf dags. 7/10 1997 frá Fjórðungsambandi Vestfirðinga ásamt skýrslu svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Vestfjörðum.
Stjórn S.S.S. þakkar skýrsluna og tekur undir að ræða um þessi  málefni  á fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna í nóvember n.k.

6. Skilyrði til móttöku á sendingum Sjónvarps og útvarpsstöðvanna. 
Lögð fram gögn um útsendingarstyrk sjónvarps og útvarps.  Í ljós kemur að víðast hvar á Suðurnesjum eru skilyrði mjög léleg og þarf víðast hvar mikinn og dýran búnað til að ná sendingunum.  Ákveðið að draga saman niðurstöður fyrir næsta fund.

7. Lagt fram bréf dags. 19/10 1997 frá félagsmálaráðuneyti til S.S.H.  
Þar svarar ráðuneytið bréfi S.S.H. frá 23/9  um skipan landshlutanefndar vegna yfirtöku á málefnum fatlaðra.

8. Aðalfundur S.S.S. 1997. 
Farið yfir dagskrá fundarins og framkvæmd hans.  Rætt um ályktanir.  Samþykkt að ganga frá drögum að ályktunum fyrir aðalfund á næsta fundi stjórnar.

9. Ársreikningar S.S.S. og Héraðsnefndar Suðurnesja teknir til síðari umræðu og samþykktir samhljóða og undirritaðir.

10. Sameiginleg mál.
Framkvæmdastjóri kynnti búnað (skjávarpa) sem hentar vel til nota á fundum og til kynningarstarfa fyrir sveitarfélögin og samreknar stofnanir.
Ákveðið að kaupa búnaðinn og eru  þau kaup innan ramma fjárhags-áætlunar.  Ákveðið að hafa næsta stjórnarfund föstudaginn 31/10 1997 kl. 11.30.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00